Spillingarmálin eru víða

Ég efast ekki um það eitt andartak að flestöll fyrirtæki sem eiga viðskipti að einhverju ráði við stjórnvöld í spilltum einræðisríkjum greiði mútur. Þau eru bara misflink að fela það.

Ég held líka að Íslendingar geti tæpast sett sig á háan hest þegar kemur að slíku. Hér felst spillingin í atkvæðakaupum stjórnmálamanna fyrir almannafé. Hvað eru Vaðlaheiðargöng og Kárahnjúkavirkjun annað en stórvaxin spillingarmál af slíkum toga.

Mér finnst ekki að ég eigi að þurfa að hafa af því sérstakar áhyggjur hverjir eiga banka og hverjir ekki. Stjórnmálamenn eiga ekki að þurfa að hafa af því áhyggjur heldur. Bankarekstur á einfaldlega að lúta sömu lögmálum og annar rekstur. Sá sem leggur fé sitt í banka á að gera það á eigin ábyrgð. Það á ekki að vera hægt að ganga í fjármuni skattgreiðenda ef illa fer í bankarekstrinum, en sú slæma venja er meginástæða þess að eigendur og starfsmenn banka græða þegar vel gengur, en þegar illa gengur lendir tapið á skattgreiðendum.


mbl.is Nýir eigendur í spillingarmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband