Eiga reykvískir skólar að bera skarðan hlut frá borði?

Það liggur auðvitað fyrir að langflest sveitarfélög á landinu geta nýtt sér niðurstöður PISA prófanna til að bæta sitt skólastarf því niðurstöðurnar eru greindar eftir sveitarfélögum og í langflestum sveitarfélögum er aðeins einn grunnskóli.

Það er því sjálfsagt mál að reykvískir skólar fái þessar niðurstöður greindar eftir skólum svo þeir geti einnig haft þær til viðmiðunar við umbætur í kennslustarfi.

Meginmarkmið prófanna er auðvitað að bera saman árangur menntakerfa milli landa. En af því leiðir alls ekki að niðurstöðurnar séu ekki marktækar þegar þær eru greindar eftir skólum.

Meginvandinn í menntamálum á Íslandi hefur löngum verið sá að þeir sem ráða kerfinu leita allra ráða til að forða því að árangurinn af starfi þeirra sé mældur. Með því að meina skólunum að fá þessar niðurstöður í hendur vinnur borgarstjórnarmeirihlutinn gegn því að fá slíkt mat upp á borðið og þar með gegn hagsmunum nemenda. Allt í því skyni að vernda gallað kerfi sem augljóst má telja, miðað við síversnandi árangur, að sé ekki starfi sínu vaxið.


mbl.is Neita skólum um niðurstöður PISA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband