7.2.2017 | 21:33
Engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn
Þegar flöskuhálsinn í kerfinu er tepptur vegna þess að fimmtungur þeirra sem í honum eru eiga ekki að vera þar merkir það að KERFIÐ Í HEILD keyrir aðeins á 80% afköstum.
Hvers vegna er staðan þessi?
Staðan er þessi vegna þess að í stað þess að hugsa um afköst kerfisins alls, allt frá heilsugæslu til hjúkrunarheimila, er barist við að hámarka nýtingu á hverjum stað í kerfinu og ábyrgðin jafnvel oft hjá mismunandi aðilum. Þannig geta hjúkrunarheimilin öll verið rekin á afar hagkvæman hátt, spítalarnir á afar hagkvæman hátt og heilsugæslustöðvarnar líka, því með hinum venjubundnum árangursmælikvörðum (s.s DRG á LSH) er ekki verið að mæla það sem máli skiptir - afköst kerfisins í heild.
Yfirvöld heilbrigðismála verða að taka heildstætt á vandanum. Það dugar ekki að henda bara meiri peningum í hítina við og við þegar vandræðin keyra úr hófi fram. Það verður að skipuleggja kerfið út frá flöskuhálsinum - veikasta hlekknum - því engin keðja er sterkari en veikasti hlekkurinn.
Samkvæmt því ætti forgangsmálið núna í rauninni alls ekki að vera að byggja nýjan spítala heldur að byggja fleiri hjúkrunarheimili, og það strax. Spítalinn, flöskuhálsinn sjálfur, keyrir einfaldlega ekki á fullum afköstum, og ástæðan er vöntun á afkastagetu á næsta stigi í ferlinu.
![]() |
132 bíða þess að komast af spítalanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:11 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.