2.5.2007 | 21:56
Vandað yfirlit
Þessi samantekt Framtíðarlandsins virðist við fyrstu sýn bæði vönduð og sanngjörn. Þarna eru dregnar saman meginröksemdirnar að baki þeirri skoðun að ekki hafi verið skynsamlegt að ráðast í gerð Kárahnjúkavirkjunar. Í framhaldinu þarf að huga vel að arðsemi annarra fyrirhugaðra virkjanakosta, en samkvæmt nýlegum tölum frá Landsvirkjun virðist arðsemin enn lélegri þegar litið er til jarðhitavirkjana fyrir stóriðju. Hvenær ætli menn fáist til að skilja að orkusala til stóriðju er einfaldlega ekki arðbær hérlendis heldur verður að horfa til annarra markaða eigi að selja orku úr landi?
Fyrir nokkrum árum var rætt um möguleika á orkusölu um sæstreng til Evrópu. Ég heimsótti þá Orkustofnun og fékk upplýsingar um væntanlegt orkuverð í slíkum viðskiptum. Miðað við þær tölur sem fyrir lágu virtist augljóst að mun skynsamlegra væri að sleppa því að virkja fyrir Alcoa en bíða frekar átekta og stefna að því að selja orku frá Kárahnjúkum til almenningsveitna á meginlandinu um sæstreng. Ég skrifaði um þetta stutta grein í Moggann. Orkumálastjóri brást þá hinn versti við og vafalaust hefur maðurinn sem lét mér í té upplýsingarnar fengið skömm í hattinn. Og ekki tók forstjóri Landsvirkjunar málin neitt betur, þótt sjálfur hafi hann verið upphafsmaður umræðunnar.
Fyrir fáeinum dögum birtist hins vegar frétt um áhuga þýskra aðila á orkukaupum héðan. Samkvæmt henni er annað hljóð komið í orkumálastjórann og málefnið allt í einu orðið áhugavert. Svona geta hlutirnir breyst eftir því hvernig pólitískir vindar blása. Svo treystum við svona fólki fyrir stórum ákvörðunum sem varða þjóðarhag.
Framtíðarlandið segir Kárahnjúkavirkjun ekki hafa verið skynsamlega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.