27.4.2007 | 08:47
Fyrr mætti nú vera
Er það í rauninni frétt að þjóðin treysti spítalanum? Væri það ekki miklu frekar frétt ef hún gerði það ekki? Annars fór ég að velta fyrir mér þessum endalausu viðhorfskönnunum um allt mögulegt í gær. Ég var stoppaður í Hagkaup og spurður hvort ég vildi leyfa sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum. Ég ákvað að lýsa skoðun minni á málinu nákvæmlega og sagði stúlkunni að mér þætti sjálfsagt að leyfa sölu á öllu áfengi í matvöruverslunum en hefði efasemdir um að hagkvæmt væri að leyfa aðeins léttvín og bjór en láta ríkið halda áfram að selja brennivín í sérstökum búðum. "Meinarðu þá að þú sért frekar hlynntur?" spurði hún á móti, enda féll svarið ekki innan þess ramma sem unnið var með. Ég neitaði því og endurtók svarið. Við urðum á endanum sammála um að ekkert svar hefði fengist við spurningunni. Könnunin var, með öðrum orðum, meingölluð og niðurstöðurnar verða því væntanlega gallaðar líka. Hversu oft ætli svona eigi sér stað?
Þjóðin treystir Landspítalanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.