30.5.2015 | 13:51
Aðför að stöðugleika kannski, en ekki að menntun
Eins og seðlabankastjóri hefur bent á eru líkur á að verðbólga fari á skrið í kjölfar kjarasamninganna. En samningarnir eru ekki aðför að menntun. Hvernig ætti það að geta verið? Lægstu laun eru hækkuð umtalsvert. Það leiðir auðvitað til þess að launabilið minnkar. En hvers vegna ætti það að vera "aðför" að þeim sem hafa hærri laun? Ef nágranni minn vinnur í lottó, er það þá aðför að mér?
Hitt er svo annað mál að menntun er ekki og getur aldrei orðið réttlæting fyrir hærri launum. Eina réttlæting launamunar er að starfsmenn í ólíkum störfum skili vinnuveitendum sínum mismiklum verðmætum. Enginn fiskverkandi með viti myndi borga flakara með doktorspróf í kynjafræði hærri laun en jafngóðum flakara með grunnskólapróf. Og flakarinn með doktorsprófið ætti enga heimtingu á slíku.
Vigdís: Ekki aðför að menntun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er greinilegt að BHM vill auka ójöfnuð hér á landi
sleggjuhvellur, 30.5.2015 kl. 17:22
"Ef nágranni minn vinnur í lottó, er það þá aðför að mér?"
Nei. Ef hins vegar helmingur þjóðarinnar fær meiri kjarabót en þú, þá lítur málið kannski svolíti öðruvísi út.
Í sambandi við laun finnst mér lang mest óréttlæti falið í því þegar forstjórar sem eru með margföld laun á við venjulega starfsmenn skila slæmum árangri og stinga samt stórum bónusum í vasann. Það er eitthvað mikið að þegar það gerist. Launin eru réttlætt með því að þeir beri svo mikla ábyrgð en þegar eitthvað fer úrskeiðis kemur annað í ljós. Þeir bera enga ábyrgð og launin eru í engu samræmi við árangurinn.
Á Íslandi er verðbólguþjóðfélag og fólk er ennþá svo vitlaust að það heldur að almenn 20% launahækkun sé alltaf betri en 2% launahækkun. Ég fullyrði að það gæti verið verra að fá 20% en 2% þegar afleiðingarnar eru þær að vextir stórhækka og verðbólga fer á skrið.
Að lokum, ef fólki með menntun líkar ekki launin sem það fær, þá ætti það að semja um hækkun við vinnuveitanda sinn eða leita annað, jafnvel til útlanda. Markaðurinn ákveður launin. Ef skortur er á menntuðu fólki, þá hækka launin hjá því. Það er því miður allt og mikuð um það að fólk fari í háskóla, verði sér út um einhverja "useless" menntun og haldi svo að það geti fengið hálaunastarf.
Hörður Þórðarson, 30.5.2015 kl. 21:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.