Verkföll og fasismi

Í ljósi þess að einhverjir einstaklingar hafa verið svo smekklegir að lýsa tillögu Péturs um að þeir sem með verkföllum skaða þriðja aðila vísvitandi verði látnir sæta ábyrg, er rétt að árétta eftirfarandi:

1. Þar sem samningsfrelsi ríkir geta verkföll tæpast átt sér stað. Launþegar semja þá beint við vinnuveitendur, hver um sig, og séu þeir ósáttir við launin hætta þeir einfaldlega störfum.

2. Af einhverjum ástæðum virðist enginn amast við verðsamráði launþega, en þegar kemur að fyrirtækjum er verðsamráð bannorð. Með öðrum orðum: Iðnaðarmenn sem starfa í eigin nafni mega hafa með sér verðsamráð en ef sömu menn stofna hlutafélög um rekstur sinn, hver og einn, mega þeir ekki hafa verðsamráð. Mjög algengt er raunar að fólk skilji alls ekki að pólitík verkalýðsfélaga er ekkert annað en samráð um verð og með verkföllum er ofbeldi beitt til að ná samráðinu fram.

3. Það er ósiðlegt að nota sér neyð annarra til að hagnast af því sjálfur. Það er nákvæmlega þetta sem verið er að gera þegar stór launþegasamtök skipuleggja verkfall hjá fáum félagsmönnum til að valda til dæmis fársjúku fólki tjóni.


mbl.is Þörf á ljótum aðgerðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband