Vit eða vitleysa?

Það getur vel verið að hugmyndir þær sem Frosti lýsir í skýrslu sinni séu tóm vitleysa og byggðar á misskilningi. Ég treysti mér ekki til að dæma um það. Og ef við viljum dæma um það verðum við að passa að þeir dómar grundvallist á málefnalegri skoðun á tillögunum, ekki því að fyrrum Seðlabankastjórar séu á móti þeim eða því hverjir skrifuðu á endanum undir skýrsluna.

Það er ekki endilega sjálfgefið að hið viðtekna sé alltaf rétt. Gleymum því ekki að þótt hagfræðin sé á yfirborðinu byggð á almennri skynsemi er afar algengt að hagfræðingar séu ósammála um einföldustu atriði.

Skýrslu Frosta þarf að lesa og rýna í hugmyndir hans. Aðeins þannig er hægt að komast að niðurstöðu um hvort vit er í þeim eða hvort þær eru tóm vitleysa. Og hver sem niðurstaðan verður er það í það minnsta virðingarvert framtak að leita leiða til að bæta kerfi sem við vitum öll að virkar alls ekki nógu vel. Þá viðleitni eigum við að taka okkur til fyrirmyndar.


mbl.is Eins og að nota fallbyssu á rjúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband