Til hvers að styrkja listir og menningu?

Ástæðan fyrir því að við viljum styðja við listir og menningu er ekki sú að þessi starfsemi skili skatttekjum eða gjaldeyri eða skapi störf. Ef svo væri gilti væntanlega sama um aðra atvinnustarfsemi. Smásöluverslun skilar líka skatttekjum og skapar störf. En engum dettur í hug að ríkið eigi að styrkja hana.

Eina réttlætingin fyrir opinberum stuðningi við menningarstarfsemi er að hann sé nauðsynlegur til að tryggja, annars vegar að listamenn stundi tilraunastarfsemi sem engar líkur eru á að standi undir sér, og hins vegar að liststarfsemi sem fáir kunna að njóta, og myndi ekki standa undir sér á markaðsforsendum, sé stunduð samt sem áður.

Þessi röksemd er auðvitað alls ekki til vinsælda fallin. Fáir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að listgreinar nái að þróast og flestum er í nöp við að vera minntir á að fámennur hópur, sem þeir tilheyra ekki sjálfir, hafi betri og þroskaðri smekk en þeir sjálfir hafa.

Þess vegna hneigjast talsmenn listamanna oft til að grípa til röksemda sem eru frekar til vinsælda fallnar. En vandinn er að ef réttlæta á stuðning við listir og menningu með útflutningstekjum eða störfum endum við á að styðja fyrst og fremst við það sem skapar útflutningstekjur eða störf - það sem helst er til vinsælda fallið. Og til hvers var þá af stað farið yfirleitt?


mbl.is Listamenn eru atvinnumenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband