Kalla ein mistök á önnur?

Það er hárrétt hjá Gylfa að ríkisvaldið fór illilega framúr sér í samningum við lækna. Menn létu einfaldlega almannatengla draga sig á asnaeyrunum. Varðandi kennarana er ég ekki jafn viss því þar var um miklar breytingar á vinnufyrirkomulagi að ræða.

En þurfa ein mistök endilega að kalla á önnur? Er nauðsynlegt að þótt þessi mistök hafi verið gerð, verði nú farið fram með launahækkanir langt umfram það sem atvinnulífið getur borið og þannig anað út í verðbólgu og atvinnuleysi?

Ég vona að aðilar vinnumarkaðarins leggi sig fram um að forða þessu. En þá þurfa forystumenn ríkisstjórnarinnar líka að hætta að afneita eigin mistökum, en sýna þá auðmýkt og samstarfsvilja sem þarf.


mbl.is Útafkeyrsla við samningaborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri kanski í lagi ef þessi "mistök" væru bara gerð einu sinni en þar sem þau eru gerð á ca. 3-5 ára fresti þá er með töluverðri sannfæringu hægt að segja,hingað og ekki lengra,það verður ekki unað við þetta lengur,nú er kominn tími til að verkafólk sameinist í baráttunni og nái til sín þeim hluta af þjóðarkökunni sem því ber!!!

Rúnar (IP-tala skráð) 1.2.2015 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband