17.3.2007 | 21:26
Orkugjafi framtíðarinnar
Það er dapurlegt að raforkuframleiðsla með kjarnorku skuli mæta jafn mikilli mótspyrnu og raun ber vitni. Nú undanfarið hefur maður þurft að hlýða á eintóna söng lítt gefinna pólitíkusa um að íslendingum beri skylda til að framleiða eins mikið rafmagn og kostur er vegna þess að hér sé orkuframleiðslan sjálfbær. Það er vitanlega mesta bull, ekki síst vegna þess, að forsenda sjálfbærni er sú að framleiðslan sé hagkvæm, en því er auðvitað ekki að heilsa þegar kemur að orkuöflun til stóriðju á Íslandi. Ef til er sjálfbær, umhverfisvæn og hagkvæm orkuframleiðsla er það orkuframleiðsla með kjarnorku. Hagkvæmnin er mikil, mengunin hverfandi og önnur umhverfisáhrif lítil. Vandinn er bara sá, að kjarnorka hefur fengið á sig óorð vegna slysa í úreltum og illa reknum kjarnorkuverum. Hvers vegna fá ekki bílar á sig svipað óorð vegna slysa sem lélegir bílstjórar á vondum bílum valda? Ef íslenskum pólitíkusum væri alvara með væli sínu um sjálfbæra orkuframleiðslu myndu þeir að sjálfsögðu hvetja til byggingar kjarnorkuvera hér.
Tugþúsundir mótmæla byggingu kjarnakljúfs í Frakklandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitt stórt kjarnorkuver (af næstu kynslóðar) ætti að duga fyrir allri þeirri orku sem landið þarf.
Hefðu græningjar samþykkt slíkt ef það hefði komið í veg fyrir virkjunaræðið?
Geiri (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 21:58
Það virðist vera eitthvað óljóst hvað verður um kjarnorkuúrganginn. Sumir horfa til annars konar kjarnorkuvers sem orkugjafa framtíðarinnar.
Pétur Þorleifsson , 18.3.2007 kl. 20:14
Ég held að Tjernobil slysið hafi hrætt almenning of mikið frá þessu. Margar dramatískar "fræðslumyndir" verið gerðar um atburðinn. Græningjar eiga mesta sök á þeirri umræðu. Úrgangurinn frá verunum og mengun s.s. Sellafield hefur ekki aukið hróður verana heldur. Hræsni Svía er einnig athyglisverð. Loka hjá sér verum og kaupa "kola" raforku í staðinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 20.3.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.