Einkennileg röksemdafærsla

Enn og aftur hvetja Samtök iðnaðarins til aðildar að ESB. Þá kemur upp í hugann viðtal við hagfræðing samtakanna í Speglinum í gær. Þar var þessi söngur sunginn um að krónan væri ómögulegur gjaldmiðill og hagfræðingurinn búinn að reikna út milljarðakostnað af henni, sem að vísu virtist aðallega felast í vaxtakostnaði heimilanna. Þessi málflutningur er allur hálf einkennilegur. Meginorsökin fyrir þenslu og þar með háum vöxtum eru ríkisstyrktar stóriðjuframkvæmdir. En á sama tíma og SI hvetja til þess að leggja krónuna niður hvetja samtökin jafnframt eindregið til áframhaldandi ríkisframkvæmda og er ekki að heyra að hagfræðingur þeirra hafi minnsta skilning á samhenginu þarna á milli. Vandamálið er auðvitað ekki krónan sem slík, heldur óábyrg efnahagsstjórn. Maður áttar sig ekki á því hvað SI gengur til með þessum málflutningi alltaf hreint. Er þetta einhver pólitík eða þurfa samtökin að ráða sér nýjan hagfræðing? Einhvern veginn hallast ég að því að hið fyrrnefnda eigi við, þótt  hagfræðingurinn hefði eflaust gott af námskeiði í þjóðhagfræði 101 líka!


mbl.is Eðlilegt að einkafyrirtæki nýti auðlindir gegn gjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 287717

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband