14.3.2007 | 19:53
Til hvers er eiginlega verið að þessu?
Fram kemur í fyrirsögn fréttarinnar að til standi að fella hugtakið þjóðareign út úr frumvarpi um að yfirlýsing um þjóðareign á auðlindum fari inn í stjórnarskrá! Það er vissulega jákvætt ef hætt verður við að setja merkingarlaust hugtak í stjórnarskrána. En hvað á að koma í staðinn? Ákvæði um að auðlindir skuli nýta þjóðinni til hagsbóta! Ég leyfi mér að spyrja: Gætu þær aðstæður mögulega komið upp að ekki væri hægt að réttlæta einhverja tiltekna ráðstöfun auðlinda með því að þær væru þjóðinni til hagsbóta? Í alvöru talað, er ekki kominn tími til að hætta einfaldlega við þessa vitleysu? Málið er stjórnarflokkunum báðum til skammar.
Rætt um að fella hugtakið þjóðareign út úr frumvarpstexta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hvers er eiginlega verið að þessu?
Framsókn reyndi að mála sig sem stjórnarandstöðuflokk korter í kosningar, eins og þeir hafa gert oft áður, og hótaði m.a. stjórnarslitum ef ekki væri eitthvað gert í auðlindamálum (þó þeir hafi sjálfir ekkert gert í þeim sl. 4 ár).
Þetta virtist vera ágætis "PR-stunt" án nokkurra afleiðinga, en stjórnaranstöðuflokkarnir ákváðu að styðja þetta (hér vantar góða íslenskun á call their bluff) svo að framsókn var búin að mála sig út í horn. Eina leiðin var að setjast niður með "stóra bróður" í stjórninni og semja eitthvað nógu loðið og ómerkilegt til að það það skaði ekki kvótakóngana. Útkoman er þetta rugl.
Þannig sé ég þetta allavega - öllum er frjálst að leiðrétta mig, ef þeir telja sig hafa betri skýringu.
Einar Jón, 15.3.2007 kl. 07:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.