Til hvers er eiginlega verið að þessu?

Fram kemur í fyrirsögn fréttarinnar að til standi að fella hugtakið þjóðareign út úr frumvarpi um að yfirlýsing um þjóðareign á auðlindum fari inn í stjórnarskrá! Það er vissulega jákvætt ef hætt verður við að setja merkingarlaust hugtak í stjórnarskrána. En hvað á að koma í staðinn? Ákvæði um að auðlindir skuli nýta þjóðinni til hagsbóta! Ég leyfi mér að spyrja: Gætu þær aðstæður mögulega komið upp að ekki væri hægt að réttlæta einhverja tiltekna ráðstöfun auðlinda með því að þær væru þjóðinni til hagsbóta? Í alvöru talað, er ekki kominn tími til að hætta einfaldlega við þessa vitleysu? Málið er stjórnarflokkunum báðum til skammar.


mbl.is Rætt um að fella hugtakið þjóðareign út úr frumvarpstexta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Jón

Til hvers er eiginlega verið að þessu?

Framsókn reyndi að mála sig sem stjórnarandstöðuflokk korter í kosningar, eins og þeir hafa gert oft áður, og hótaði m.a. stjórnarslitum ef ekki væri eitthvað gert í auðlindamálum (þó þeir hafi sjálfir ekkert gert í þeim sl. 4 ár).

Þetta virtist vera ágætis "PR-stunt" án nokkurra afleiðinga, en stjórnaranstöðuflokkarnir ákváðu að styðja þetta (hér vantar góða íslenskun á call their bluff) svo að framsókn var búin að mála sig út í horn. Eina leiðin var að setjast niður með "stóra bróður" í stjórninni og semja eitthvað nógu loðið og ómerkilegt til að það það skaði ekki kvótakóngana. Útkoman er þetta rugl.

Þannig sé ég þetta allavega - öllum er frjálst að leiðrétta mig, ef þeir telja sig hafa betri skýringu. 

Einar Jón, 15.3.2007 kl. 07:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband