Eitthvað er þetta einkennilegt!

Svo virðist sem flestir lögfræðingar séu sammála um að ekki sé hægt að skilgreina eignarrétt þjóðarinnar á fiskimiðunum. Jafnframt hefur verið bent á að erfitt sé að skilgreina eignarrétt á þeim yfirleitt. Samkvæmt þessu hafa menn einfaldlega hlaupið á sig þegar stjórnarsáttmálinn var gerður. Tilgangurinn með því að setja inn í stjórnarskrá ákvæði um "þjóðareign" á fiskimiðunum hefur væntanlega verið sá, að tryggja til frambúðar að stjórnvöld á hverjum tíma geti tekið ákvarðanir um fiskveiðistjórnun og / eða úthlutun kvóta án þess að hefðarréttur útgerðarmanna hamli því. Það er eðlilegt sjónarmið. Ég átta mig hins vegar ekki á því hvers vegna það þarf endilega að gerast með því að skilgreina fiskimiðin sem þjóðareign. Er ekki einfaldast að setja í stjórnarskrá ákvæði um að óheimilt sé að afhenda, gefa eða selja, réttinn til nýtingar fiskimiðanna - nýtingarrétt en ekki eignarrétt - til einstaklinga eða fyrirtækja til frambúðar?
mbl.is Geir segir enga niðurstöðu komna í auðlindamálið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband