24.2.2007 | 09:28
Hvað næst?
Marel hefur nú lokað starfsstöð sinni á Ísafirði og samkvæmt orðum bæjarstjóra virðist næst liggja fyrir að veita opinberu fé til að tryggja að starfsemi haldi áfram í einhverri mynd.
Mikilvægt er að átta sig á samhengi þessa máls. Margoft hefur komið fram að meginástæða þess að Marel hefur þurft að flytja stóran hluta starfsemi sinnar úr landi er ótryggt rekstrarumhverfi hérlendis. Gengis- og vaxtasveiflur eru versti óvinur framleiðslufyrirtækja sem keppa á alþjóðlegum markaði. Því má segja að lokunin á Ísafirði eigi sér fyrst og fremst rætur í slæmri efnahagsstjórn. Þar á sú stefna stjórnvalda að festa æ meira opinbert fé í óarðbærum virkjanaframkvæmdum mesta sök.
Allra síst er hægt að áfellast sveitarstjórnarmenn á svæðinu, enda hafa þeir gert sér fulla grein fyrir áhrifum slíkrar stefnu og hafnað stóriðjuframkvæmdum á svæðinu.
Í þessu samhengi hlýtur maður að velta því fyrir sér hvað gerist næst. Þess verður væntanlega ekki langt að bíða að Marel og fleiri íslensk framleiðslufyrirtæki sjái sér þann kost vænstan að flytja starfsemi sína alfarið úr landi. Munu þingmenn svæðanna sem í hlut eiga þá halda því fram að rekstrarlegar forsendur einar ráði, en ríkissósíalisminn eigi þar enga sök?
Ísafjarðarbær tilbúinn að bregðast við lokun starfsstöðvar Marels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.