20.2.2007 | 10:48
Vantar nýja hugsun
Eins og Þórður Magnússon, stjórnarmaður í Torfusamtökunum, bendir á, vekur það nokkra furðu að skipulagsráð skuli leyfa breytingu á götumynd sem þegar hefur verið samþykkt í deiliskipulagi. Ég bjóst satt að segja frekar við því að nýr borgarstjórnarmeirihluti myndi reyna að hverfa frá þeirri niðurrifsstefnu sem R-listinn tók upp á síðari hluta valdaferils síns.
Í flestum evrópskum borgum er áhersla lögð á að viðhalda svipmóti eldri borgarhluta. Oft eru stífar reglur í gildi um útlit húsa, viðhald þeirra og almenna snyrtimennsku í miðbæjum. Hér hefur slíku ekki verið að heilsa. Tæpast byggir það á frelsishugsjón, enda eru ný hverfi skipulögð í þaula og frelsi húsbyggjenda varðandi útlit og staðsetningu afar takmarkað. Líklegra er að molbúahugsunarháttur gagnvart gömlum byggingum ráði, enda má gjarna sjá þau rök í málflutningi niðurrifssinna gegn eldri byggð að ótækt sé að kaupmenn geti ekki boðið viðskiptavinum upp á nýtísku klósett. Þetta fólk ætti kannski að fara til Parísar, Kaupmannahafnar eða Amsterdam og spyrja kaupmenn þar hvort klósettaðstaða skipti þá meira máli en heildstætt svipmót gamalla borgarhluta. Ég býst reyndar við að þeir færu einfaldlega að hlæja að hugmyndinni um klósett fyrir viðskiptavini einni saman!
Nýr borgarstjórnarmeirihluti hefur gert margt gott á stuttum tíma. Nærtækt er að benda á einarða afstöðu Hönnu Birnu gegn umhverfisskemmdum í Heiðmörk. Mikilvægt er að taka upp skipulagsslysið sem nú er í uppsiglingu við Laugaveginn og afstýra því einfaldlega.
Leyfðu flutning án breytingar á skipulagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 287740
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.