Er þetta rétta leiðin?

Íbúakosningar um umdeild mál geta í sjálfu sér verið ágætar. Ég velti þó fyrir mér hvort þær eigi við í málum af þessum toga. Nú líður að því að Hafnfirðingar kjósi um stækkun Ísal. Vandinn er hins vegar sá, að kjósendur hafa í raun alls ekki forsendur til að mynda sér skynsamlega afstöðu. Ástæðan er sú að mikilvægustu upplýsingarnar, upplýsingar um hvort framkvæmdin sé fjárhagslega skynsamleg, skortir alfarið og er í raun haldið leyndum. Enginn veit almennilega hvert orkuverðið er né hvað kostar að virkja. Í ljósi þess að orkusalan er það eina sem skiptir máli þegar þjóðhagslega hagkvæmnin er metin þá er eiginlega augljóst að kjósendum er ófært að mynda sér rökstudda afstöðu til þess hvort framkvæmdin er skynsamleg eða ekki. Sama gildir væntanlega á Reykjanesi.


mbl.is Ungir jafnaðarmenn vilja kjósa um álver í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband