13.1.2012 | 08:53
Kemur ekki á óvart
Það kemur ekki á óvart að Hagfræðistofnun skuli hafa komist að þessari niðurstöðu enda virðist nokkuð ljóst þegar málið er skoðað að forsendur þess eru allar afar hæpnar. Það kemur heldur ekki á óvart að þegar niðurstaðan er fengin skuli skýrslunni stungið undir stól og þægilegri aðilar fengnir til að gera nýja. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Að lokum kemur það ekki á óvart að í stað þess að rýna í nýja skýrslu þægilegu aðilanna og skoða forsendurnar að þeim niðurstöðum sem settar eru fram skuli fjölmiðlar láta sér nægja að endurtaka bara niðurstöðurnar.
-----------------
Stofnkostnaður og tekjur eru meginóvissuþættirnir sem hafa áhrif á afkomu fyrirhugaðra Vaðlaheiðarganga. Í skýrslu IFS er fjallað um stofnkostnað og meðal annars vitnað til rannsóknar (Flyvbjerg et al) á kostnaðarforsendum opinberra verkefna af svipuðu tagi. Í rannsókninni kemur fram að kostnaður við slík verkefni fer yfirleitt verulega fram úr áætlun. Niðustaða IFS er þó sú að allar líkur séu á að kostnaðaráætlun Vaðlaheiðarganga standist. Til að forðast að þurfa að taka tillit til niðurstaðna Flyvbjergs er fullyrt að þessi göng séu ólík þeim framkvæmdum sem fjallað er um í rannsókn hans. En það er auðvitað á engan hátt rökstutt, enda væntanlega ekki hægt.
Í skýrslunni kemur fram að áformað veggjald er langtum hærra en sá sparnaður sem ökumenn hafa af því að fara um göngin. Því eru augljóslega engar hagrænar forsendur fyrir notkun ganganna nema þegar fjallvegurinn er ófær, sem gerist í fáeina daga á ári. En í viðskiptaáætlun verkefnisins er gert ráð fyrir að 90% þeirra sem leiðina fara noti göngin!
En hvað sem staðreyndum og rannsóknum líður er niðurstaða IFS samt þessi: Umferðarhlutfallið er því háð mikilli óvissu en IFS hefur ekki komist að öðru, m.v. fyrirliggjandi gögn og samtöl, en að það hlutfall sem notað er í viðskiptaáætlun Vaðlaheiðarganga sé innan raunhæfra marka.
Hvað er hér á ferð? Jú, skýrsluhöfundar virðast halda að með því að fullyrða ekki beint að forsendurnar séu raunhæfar, heldur segja í staðinn að þeir haldi að þær séu ekki ekki raunhæfar, séu þeir að fría sig ábyrgð af því að halda fram einhverju sem þeir vita að stenst ekki. En þeir virðast því miður ekki átta sig á að tvöföld neitun er játun og undan því verður ekki komist.
![]() |
Skýrslu stungið undir stól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:59 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tillaga um að það verði settir vegtollar á öll göng í landinu þá munu þau gjöld borga framkvæmdir við þau og ný göng framtíðar ásamt því að lækka veggjöld undir Hvalfjörðinn! Allir sáttir við sama borð.
Sigurður Haraldsson, 13.1.2012 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.