Eitthvað annað? Einhvern annan Kínverja?

Löngum hefur VG verið legið á hálsi fyrir að vilja eitthvað annað en byggja virkjanir með tapi á kostnað skattgreiðenda til að byggja upp atvinnu í landinu. Það er hlálegt að nú þegar "eitthvað annað" býðst - kínverskur fjárfestir og náttúruverndarsinni vill byggja upp ferðaþjónustu á öræfum - skuli eitthvað annað ekki lengur nægja, nú heimta menn einhvern annan, kannski einhvern annan Kínverja, enda nógir til eins og framsýnn stjórnmálaforingi á vinstri kantinum hefur bent á?

En kannski ætti það ekki að koma á óvart.

Hins vegar vekur málflutningur sumra forystumanna Sjálfstæðisflokksins spurningar um heilindi þeirra í hinu sífellda sífri um að nú verði að "skapa störf". Vitanlega þarf að kanna tilgang og bakgrunn fjárfestisins. En snemmbúnar yfirlýsingar um að ekki eigi að leyfa honum að fjárfesta, án þess að skoða einu sinni málið, gætu bent til að þessir forystumenn væru einfaldlega andvígir framþróun atvinnulífsins og sér í lagi á móti uppbyggingu sem hvorki veldur skattgreiðendum framtíðarinnar búsifjum né leiðir til náttúruspjalla (les: starfa fyrir þau verktakafyrirtæki sem eru forystumönnunum þóknanleg.)

Ánægjulegt er þó að sjá að ekki taka allir þingmenn flokksins undir slíkan málflutning.


mbl.is Fögnuðu áformum Huangs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband