Hættulegar skoðanir?

Það vita allir sem vilja vita það að íslenskt skólakerfi er frekar slappt. Lýsing borgarstjórans er ekkert einsdæmi; börn sem ekki falla að meðaltalinu eiga gjarna erfiða skólagöngu, hvort sem þau eru tossar eða námshestar. Því fer fjarri að efasemdir um réttmæti skólaskyldu séu "óábyrgt tal". Þær eiga fullan rétt á sér, rétt eins og umræða um aðrar grundvallarspurningar. Því er kjánalegt af forsvarsmönnum þessara samtaka að skamma borgarstjóra fyrir að varpa slíkum spurningum fram.
mbl.is Undrast ummæli borgarstjóra um skólamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta er athyglisverður punktur sem borgarstjórinn nefnir og sérstaklega í ljósi þess sem þú nefnir hér. Þarf að skylda nemendur til þess að vera svona lengi í skóla yfir daginn? Má ekki bara skylda börnin til þess að ná ákveðnum námsárangri á önn/ári? Ef árangurinn er ekki viðunandi þá geta yfirvöld aukið viðveruskyldu barnsins í átt að visku sem yfirvöldum þóknast hverju sinni.

Svo er auðvita félagslegi þátturinn í þessu. Barnið þarf að læra að vinna í hópum og vera samferða öðrum einstaklingum á sínu þroskastigi (sem eru ekki endilega jafnaldrar). Er það hægt með því að hafa skyldumætingu í skóla einhverja klukkutíma í viku eða á dag?

Sumarliði Einar Daðason, 25.8.2011 kl. 00:40

2 Smámynd: Magnús Óskar Ingvarsson

Mikið er ég sammála þér núna Þorsteinn. Ég starfaði sem kennari í hartnær 4 áratugi, að vísu í framhaldsskóla síðustu 35 árin. Ég hef samt séð ótrúlega mörg dæmi um það, hvernig ungmenni skemmast af því að vera neydd til skólagöngu sem þau vilja alls ekki sjálf. Nú kann einhver að segja sem svo, að ekki sé skólaskylda í framhaldsskóla. Það bara skiptir ekki máli þegar afstaða þjóðfélagsins er sú, að allir skuli í skóla með góðu eða illu. Margir nemendur hafa sagt mér í trúnaðarsamtölum í gegnum árin, að þau séu eingöngu í skólanum vegna foreldravaldsins sem þau séu beitt en þeim sé algjörlega sama um árangur þess og vilja jafnvel að hann verði sem slakastur, til þess að ná sér niðri á foreldrum sínum. Grátlega oft verður þeim að ósk sinni. Það hlýtur að vera hægt að breyta svona kerfi og þvingunarhugsanagangi sem eingöngu virkar mannskemmandi.

Magnús Óskar Ingvarsson, 27.8.2011 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband