Engin framtíð í framboði?

Sú niðurstaða Framtíðarlandsins að fara ekki í framboð er líklega skynsamleg. Megintilgangur þessa félagsskapar virðist vera sá að berjast gegn virkjanaframkvæmdum. Afstaðan til slíkra framkvæmda mótast af tvennu.

Annars vegar getur verið um að ræða pólitíska afstöðu. Meðmælendur framkvæmdanna hafa hingað til haft þá stjórnmálaafstöðu að sjálfsagt sé að ríkisvaldið sé á kafi í því að móta atvinnustefnu og uppbygging stóriðju sé heppileg leið. Margir eru svo á annarri skoðun og eru andvígir stóriðjustefnunni vegna þess að þeir telja ríkisafskipti af þessum toga óeðlileg. Sú afstaða verður hins vegar tæpast grundvöllur fyrir náttúruverndarflokki - náttúruverndin er afleiðing en ekki inntak skoðunarinnar.

Á hinn bóginn getur afstaðan mótast af smekk. Sumum finnst virkjanir og háspennulínur flottar, en öðrum finnst þær ljótar. Sumum finnst ósnortin víðerni falleg en öðrum finnst þau lítils virði. Ég veit hins vegar ekki til þess að nokkrum manni hafi komið til hugar að stofna stjórnmálaflokk sem byggir aðeins á smekk.

Hugmyndir um hægrisinnaðan grænan flokk eru hins vegar góðra gjalda verðar ef byggt er á réttum pólitískum forsendum. En það er heldur ekki úr vegi að vinna málinu fylgi innan annarra flokka. Fyrir hægrimenn væri þá Sjálfstæðisflokkurinn tilvalinn vettvangur og alls ekki ólíklegt að hægt væri að koma fram verulegri stefnubreytingu þar ef fólk sameinaðist um það.


mbl.is Fellt á fundi Framtíðarlandsins að bjóða fram til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 287956

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband