Hvaða viðbótarstjórntæki?

Það er ánægjulegt að sjá að yfirmenn Seðlabankans skuli loks hafa áttað sig á að ekki er hægt að stýra eftirspurn með vöxtum í litlu opnu hagkerfi. Það hefði hins vegar ekki átt að þurfa neina kreppu til að leiða þetta í ljós - það var frá upphafi ljóst öllum bærilega skynsömum mönnum.

Sú niðurstaða Seðlabankans að af þessu megi draga þá ályktun að hann þurfi frekari stjórntæki vekur hins vegar ugg því hún bendir til að skilningurinn á málinu sé þrátt fyrir allt fremur takmarkaður. Seðlabanki í opnu hagkerfi getur haft tvö stjórntæki, annað eru vextir en hitt bindiskylda. Bersýnilegt er að þegar nægt framboð er af lánsfé í erlendum myntum hefur hvorugt stjórntækið nein áhrif.

Ekki verður því betur séð en valið standi um tvennt: Annars vegar að viðhalda gjaldeyrishöftum og tryggja þannig að stjórntækin virki. Hins vegar að skipta um gjaldmiðil eða binda gjaldmiðilinn einum eða fleiri erlendum gjaldmiðlum samkvæmt gagnsærri reglu, t.d. hlutfalli viðskipta í hverri mynt fyrir sig.


mbl.is Kreppan leiddi í ljós ágalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 287739

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband