Enginn málefnalegur ágreiningur?

Það er vissulega athygliverð stjórnmálaskýring hjá Sigurjóni Þórðarsyni að brotthvarf Margrétar Sverrisdóttur úr Frjálslynda flokknum eigi sér persónulegar en ekki málefnalegar rætur. Hvernig í ósköpunum er hægt að halda því fram að andstaða hennar við einkar ógeðfelldar áherslur flokksins í málefnum innflytjenda sé ekki málefnaleg? Ég á erfitt með að sjá það enda fá ágreiningsmál djúpstæðari. Nú þekki ég ekki þetta fólk og kýs ekki flokkinn þess, en utan frá séð lítur þetta mál óneitanlega þannig út að flokksmenn hafi hafnað sínum frambærilegasta leiðtoga fyrir skjótfenginn gróða í formi atkvæða þeirra sem hafa vægast sagt einkennilega sýn á málefni útlendinga, sýn sem enginn annar stjórnmálaflokkur hefur tileinkað sér, til allrar hamingju.

Í framhaldinu væri svo kannski ekki úr vegi að breyta nafni flokksins í Þjóðernisflokkinn eða kannski Flokk sannra Íslendinga. Það myndi auðvelda kjósendum valið.


mbl.is Segir að sýna verði Margréti skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband