12.11.2010 | 20:29
Andmælaþátt eftir útvarpsmessur
Það er auðvitað sjálfsögð krafa að allir sem vegið er að í predikunum í útvarpi fái andmælarétt. Eðlilegast væri að hafa sérstakan þátt eftir hverja útvarpsmessu þar sem þeir sem telja sig eiga harma að hefna gætu andmælt predikuninni. Þá gætu Siðmennt, mannréttindanefnd bæjarins, frjálshyggjumenn, flatskjáasalar, ríkisstjórnin, siðleysingjar, útrásarvíkingar og aðrir sem prestum verður tíðrætt um tekið til varna. Gott ef ekki væri ráð að bjóða þeim í neðra að koma stundum í þáttinn líka. Svo væri auðvitað sjálfsagt að skylda þá sem apast til að hlýða á messurnar til að hlusta líka á andmælaþáttinn. Allt í nafni mannréttinda!
Svo eru auðvitað fleiri þættir í ríkisútvarpinu. Hvers eiga nýfrjálshyggjumenn og andstæðingar náttúruverndar til dæmis að gjalda að þurfa að þola sífelldar árásir í Hljóðviljanum? Þeir þurfa auðvitað líka andmælarétt. Er svo ekki rétt að andstæðingar Evrópusambandsins fái sérstakan þátt á eftir Silfri Egils til að andmæla álitsgjöfunum sem þar koma fram? Og svo þyrfti auðvitað Davíð Oddsson að hafa alveg sérstakan daglegan þátt til að andmæla öllu sem um hann er sagt. Að ekki sé nú talað um Hannes Hólmstein.
Siðmennt vill andmælarétt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:34 | Facebook
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
- agny
- graenar-lausnir
- bjarnijonsson
- bjornalexandermikli
- gattin
- dofri
- contact
- fhg
- gretaulfs
- gudni-is
- mosi
- bofs
- muggi69
- gudrunmagnea
- zeriaph
- holi
- haukurn
- diva73
- hlynurh
- ingibs
- ingolfursigurdsson
- fun
- jennystefania
- johnnybravo
- eyfeld
- jonbergsteinsson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- krist
- kristjan9
- loncexter
- ludvikjuliusson
- sleggjudomarinn
- magnuss
- svarthamar
- vestskafttenor
- otti
- runaro
- joklamus
- sigurjons
- stefanjul
- summi
- saemi7
- samy
- torfusamtokin
- vestfirdir
- thorsteinn
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 287738
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg sammála þér.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 13.11.2010 kl. 00:44
Það er ekkert eðlilegt við að prestar ljúgi uppá fólk og félagasamtök í útvarpsmessum.
Einar Þór (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.