... með atvinnubótaverkefni á herðum sér

Tvennt öðru fremur hamlar nú uppbyggingu heilbrigðs atvinnulífs hér á landi. Hið fyrra eru gjaldeyrishöft. Gjaldeyrishöft valda því annars vegar að erlendir fjárfestar eiga erfitt með að koma fjármagni inn í íslenskt atvinnulíf og enn erfiðara með að ná hagnaði til baka. Hins vegar valda þau því að enginn veit í raun hvað íslenski gjaldmiðillinn kostar. Fáir eru tilbúnir að kaupa vöru sem þeir vita ekki hvað kostar þá á endanum.

Hin hindrunin liggur ekki í lögum eða reglum heldur í því úrelta viðhorfi að eina leiðin til efnahagslegrar uppbyggingar sé að ríkið hafi forgöngu um hana. Þetta viðhorf virðist ríkjandi meðal flestra forsvarsmanna atvinnulífsins og einnig meðal allt of margra stjórnmálamanna. Það vekur sérstaka athygli að þessi stefna, sem á sínum tíma varð banabiti kommúnistaríkjanna í austri, virðist oft eiga mestan hljómgrunn meðal þeirra stjórnmálamanna sem í orði kenna sig við hægristefnu.

Hugmynd þessara formælenda ríkisrekins atvinnulífs  er að forsenda uppbyggingar hljóti annað hvort að vera sú að ríkið taki lán til að fjármagna framkvæmdir sem einkaaðilar myndu aldrei leggja fé sitt í og eru því líklega ekki arðbærar, eða þá að ríkið noti skattfé almennings og annarra fyrirtækja til að niðurgreiða starfsemi nýrra erlendra fjárfesta.

Fólk sem búið er að sannfæra um það, með gegndarlausum áróðri árum saman, að eina von atvinnulífsins felist í síauknum ríkisafskiptum, er ólíklegt til að framkvæma neitt sjálft. Það bíður bara og á meðan gerist auðvitað ekkert. Nú, þegar kreppir tímabundið að, eiga svo hinar hugmyndafræðilegu hræætur sínar bestu stundir til þessa, enda nærist stjórnlyndið ávallt á óttanum við hið óþekkta.

Ef málsvarar frelsis í efnahagsmálum gera athugasemdir við eitthvert ríkisverkefnið krefja forsjárhyggjumennirnir þá umsvifalaust svara um hvað þeir vilji eiginlega að ríkið geri í staðinn. Það að láta fólkið og fyrirtækin um málið kemur nefnilega ekki til greina. Sporgöngumönnum kommúnista er fyrirmunað að skilja að efnahagslíf byggir ekki á fimm ára áætlunum heldur á framtakssemi og drifkrafti einstaklinganna sjálfra. Þeim er fyrirmunað að skilja að hlutverk ríkisins er ekki að reka atvinnufyrirtækin eða heimta skatt af sumum þeirra til að hygla öðrum. Þeir fá ekki skilið að það er ekki hlutverk ríkisins að búa til vinnu handa fólki heldur einungis að veita því þá grunnþjónustu sem samkomulag er um að veita skuli og skapa því sem best skilyrði til að byggja upp sjálft.

-----------------------------

Ég vona svo sannarlega að gjaldeyrishöftin verði afnumin sem allra fyrst svo atvinnulíf geti tekið að blómstra hér að nýju. En ég vona líka að þorri íslenskra fyrirtækja hætti sem fyrst að láta háværa hagsmunaaðila draga sig á asnaeyrunum í endalausri baráttu fyrir þjóðnýtingu atvinnulífsins, eigrandi á mjóum fótleggjum í humátt á eftir vofu kommúnismans - með atvinnubótaverkefni á herðum sér.


mbl.is Þolinmæðin er á þrotum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 287738

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband