Valgerðarvilpa

Nú á íslenska krónan í vök að verjast. Valkyrjan Valgerður hefur lagt af stað í krossferð gegn henni og eru meginrökin þau, að sjálfstæður gjaldmiðill valdi háu vaxtastigi og fleiru slæmu. Nú er raunin sú, að ef einhver ber ábyrgð á óförum krónugreysins er það Valgerður sjálf. Ástæðan fyrir þenslu og þar af leiðandi háum vöxtum er fyrst og fremst sú að markaðurinn trúir á áframhaldandi handaflsaðgerðir stjórnvalda til að halda uppi hagvexti, án minnsta tillits til hagkvæmni þeirra.

Einhvern tíma datt mér í hug að heiðra ætti Valgerði með því að nefna lónið við Kárahnjúka eftir henni. "Valgerðarvilpa" gæti það heitið. Það má vissulega segja að valkyrjunni og vinum hennar hafi tekist að koma efnahagslífinu á kaf í annars konar Valgerðarvilpu með glórulausum ríkissósíalisma og mjög svo trúverðugum loforðum um meira af slíku. Það að ætla að redda þessu með því að skipta um gjaldmiðil er svipað og að reyna að toga sjálfan sig upp á hárinu - upp úr Valgerðarvilpunni.

Kannski má bjarga þessu með því að fara að slá álkrónur aftur. Þær fljóta amk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 287740

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband