Eina vopnið gegn heimsendaspámönnum er gagnrýnin hugsun

Um daginn átti ég spjall við einn þeirra sem enn trúa því að hin fordæmalausa ofsahræðsla sem greip um sig vegna kórónuveirunnar hafi verið réttlætanleg. Hann spurði mig vitanlega um samsæri og um „eðlufólk“, hvort ég héldi að tölur um dánartíðni víðsvegar að úr heiminum væru falsaðar, og hvort það væri ekki kominn tími til að ég og aðrir efasemdarmenn slökuðum á í „heimsendaspám“ okkar, og vísaði þar í áhyggjur af tjáningarfrelsi og persónulegu frelsi. 

Það er ekkert nýtt fyrir mér að vera kallaður samsæriskenningasmiður og ég hef oft fengið að heyra að ég trúi á gamla góða eðlufólkið. Spurningunni um dánartíðnina fylgdi viðhengi, línurit með samanburði á dánartíðni í Ástralíu og Nýja Sjálandi annars vegar og í Svíþjóð og Bandaríkjunum hins vegar; þá „góðu“ og  þá „vondu“, bersýnilega, og tímabilið auðvitað vandlega valið. Ég er viss um að þetta átti að sýna mér hversu frábærlega fyrrnefndu löndunum tveimur hefði tekist að fást við drepsóttina ógurlegu. Ég tók hins vegar ekki eftir línuritinu fyrr en eftir að ég spurði viðmælandann hvort hann væri að vísa í fullyrðingar The Economist um að dánartíðni væri í raun þrefalt hærri en opinber gögn sýndu, þegar hann talaði um staðhæfingar um röng gögn, en það er eina dæmið um slíkt sem ég man eftir að hafi vakið verulega athygli. Ég hef ekki enn fengið svar við þessari spurningu. 

Það var hins vegar spurningin um „heimsendaspárnar“ sem mér þótti áhugaverðust. Sérstaklega með hliðsjón af línuritinu, sem greinilega var ætlað að sýna að viðeigandi viðbrögð við öndunarfæraveiru væru þau að loka fólk inni til eilífðarnóns. Það blasti sumsé við hvað ég var að fást við þennan laugardagsmorgun; það var heimsendaspámaður, og sannarlega enginn aukvisi á því sviði.

Meira á Krossgötum...


Bloggfærslur 9. mars 2023

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 287341

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband