22.7.2021 | 19:08
Er sálsýkin að ná hámarki?
Áður en bólusetningar hófust var viðkvæði stjórnvalda að nauðsynlegt væri að beita alls kyns hindrunum til að hægja á útbreiðslu kórónaveirunnar þar til lokið yrði við að bólusetja þá sem væru í hættu vegna hennar. Það viðhorf er skiljanlegt, þótt flestar rannsóknir hafi raunar sýnt að áhrif aðgerðanna voru afar takmörkuð, og fyrir liggi með óyggjandi hætti að í víða samhenginu hafi þær valdið margfalt meira tjóni en þær forðuðu.
En hvað um það. Nú hefur meginþorri þjóðarinnar verið bólusettur og bóluefnin eru talin veita 80-90% þeirra vörn gagnvart því að geta mögulega veikst alvarlega eða látist. Með öðrum orðum er búið að hafa uppi þær varnir sem tiltækar eru.
Um 3% þeirra sem smitast og eru óvarðir leggjast á spítala. Um 0,3% þeirra látast. Þetta merkir að af þeim 250.000 manns sem fengið hafa bólusetningu gætu 750-1.500 lagst á spítala. 75-150 gætu látist. Þetta er auðvitað að því gefnu að hver einasti einstaklingur sem bóluefnin verja ekki smitist af veirunni. Slíkt er vitanlega ekki raunhæft heldur fræðilega versta útkoma. Augljóst er í ljósi þess að innlagnir á LSH eru um 25.000 á hverju ári að algerlega er útilokað að þetta leiði til neins ofurálags á heilbrigðiskerfið.
Niðurstaðan, miðað við hina fræðilegu alverstu sviðsmynd er því sú að fyrrnefndur fjöldi veikist og deyr. Eina spurningin er á hversu löngum tíma það gerist.
Af þessu er hverjum manni sem er fær um rökhugsun af einfaldasta toga ljóst að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í því skyni að hægja á útbreiðslu, og þær aðgerðir sem nú má vænta til viðbótar, breyta nákvæmlega engu um fjölda þeirra sem veikjast og deyja. Þær geta einungis frestað hinu óumflýjanlega um skamman tíma. Áður var bólusetningin ljósið við enda ganganna. Nú er ekkert ljós við enda ganganna.
En þessi staðreynd breytir hins vegar engu um afstöðu hinna ofsahræddu og hún breytir engu um sjúklegan málflutning og stefnu yfirvalda. Mótsögnin er orðin svo djúp að kannski er kominn tími til að vona að sálsýkin hafi nú náð hámarki sínu.
------------
Og er ekki punkturinn yfir i-ið þegar það er skyndilega orðin stórfrétt að ÓBÓLUSETTUR einstaklingur veikist af kórónaveirunni - þ.e. að það sé ekki lengur fréttnæmt að þeir sem hlotið hafa vernd veikist, heldur hinir, sem ekki hafa hlotið vernd?
![]() |
Óbólusettur einstaklingur á leið í innlögn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 22. júlí 2021
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 288224
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar