Hvert er samhengið?

Örfá smit greinast. Enginn hefur látist úr veirunni síðan á annan tug aldraðra á Landakoti dó vegna slóðaháttar og þrákelkni gagnvart beitingu hnitmiðaðra aðgerða. En áfram skal haldið að þrengja að almenningi með alls kyns kjánalegum hindrunum, boðum og bönnum. Og áfram skal haldið að meina fólki að vinna fyrir sér.

Atvinnuleysi hér í desember var 10,6%. Á sama tíma ári fyrr var það 4,4%. Með öðrum orðum ganga nú 7.500 manns atvinnulaus vegna aðgerða gegn veirunni. Samkvæmt ágætri greiningu National Bureau of Economic Research í Bandaríkjunum má gera ráð fyrir að á næstu 15 árum verði 20 dauðsföll á hverja þúsund sem misst hafa vinnuna. Ef við setjum þetta í samhengi við Ísland þýðir þetta 150 dauðsföll. Aðeins vegna atvinnuleysis, svo er allt hitt.

Eða er þetta kannski bara "vegna veirunnar" eins og stundum er haldið fram?

Í Svíþjóð fór atvinnuleysi úr 7% í 9,2% á sama tíma. Hver er munurinn? Í Svíþjóð var látið eiga sig að drepa samfélagið í dróma. Atvinnuleysi þar jókst um 23%. Hér var öllu skellt í lás. Atvinnuleysi jókst um 140%.

Það eru aðgerðirnar sem eru sökudólgurinn. Ekki veiran.


mbl.is Fólk villi vísvitandi um fyrir stjórnvöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2021

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 288222

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband