Dauðanum merkt

Í nýjasta hefti Hugar, tímarits félags áhugamanna um heimspeki, má finna þýðingar á tveimur stuttum greinum eftir hinn fræga ítalska heimspeking Giorgio Agamben. Annars vegar þýðingu Björns Þorsteinssonar á greininni „Við flóttamenn“ og hins vegar þýðingu Steinars Arnar Erlusonar á greininni „Líkamar án orða – gegn lífpólitísku húðflúri“. Kristján Guðjónsson heimspekingur ritar gagnlegan inngang um höfundinn, en gagnrýni Agambens á viðbrögð við kórónaveirunni, strax í upphafi, vöktu bæði athygli og hneykslan. Hann hefur hins vegar ekki látið það á sig fá, en fyrr á þessu ári kom út greinasafn hans „Where Are We Now – The Epidemic as Politics“.
Ég gríp hér niður í grein Kristjáns: „Þrátt fyrir gagnrýni og jafnvel fordæmingu frá kollegum hefur Agamben ekki dregið í land – þvert á móti. Þegar þetta er skrifað í ágúst 2021 hefur hann birt fjölda skoðanagreina um faraldurinn og fundið fjölbreytt skotmörk: sóttvarnir í jarðarförum, grímunotkun, fjarfundatækni. zoom-fyrirlestrar í háskólum, og bólusetningarpassar sem hann líkir við gulu stjörnurnar sem gyðingar voru merktir með í Þriðja ríkinu.
Eflaust er þar fulldjúpt í árina tekið, en engu að síður mætti velta því upp hvort spurningarnar sem Agamben varpar fram í verkum sínum verði ekki æ meira knýjandi eftir því sem undantekningarástandið, sem átti að vera tímabundið, dregst á langinn (og verður jafnvel að viðtekinni reglu?) Við erum að stíga inn í nýjan veruleika: samkomutakmarkanir gætu verið nauðsynlegar næstu árin, rakningarforrit í snjallsímum eru orðin hversdagsleg, og bólusetningarvottorð orðin að staðalbúnaði víða um heim – „lífpólitískt húðflúr“ til að fá aðgang að almenningsrými.“
Undir hinu lífpólitíska valdi tilheyrum við öll hinum útilokuðu, við erum öll homines sacri, segir Agamben í grein sinni "Uppfinning faraldurs" 2020. Í grein hans "Við flóttamenn" segir: "Þegar réttindi mannsins og réttindi borgarans standast ekki lengur á er hann að sönnu orðinn sacer (helgur/bölvaður) í þeirri merkingu sem orðið hafði í Rómarrétti til forna: dauðanum merktur."

Bloggfærslur 14. desember 2021

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband