Alltaf batnar það

Nú ræðst taugalæknirinn, sem ríkisstjórnin og allir aðrir virðast farnir að ímynda sér að sé farsóttasérfræðingur, á prófessor sem tjáir sig um málið, og virðist reyna að gera lítið úr skoðunum prófessorsins vegna þess að hann sé ekki farsóttasérfræðingur.

Hvað er annars eiginlega svona "stórhættulegt?" Einhver velt því fyrir sér? Nánast enginn að deyja úr þessum vírus lengur neins staðar þótt smitum fjölgi stöðugt? Hvað er stóra málið?

En, svo aftur sé vikið að rökstuðningnum þarna: Með hvaða hætti er það eitthvað einfaldara að fylgjast með því að fólk haldi sig í sóttkví en að það haldi sig heima án þess að vera í sóttkví? Bíður löggimann fyrir utan hjá þeim sem eru í sóttkví og háfar þá ef þeir sleppa út? Er settur svona gulur borði eins og á glæpavettvangi og íbúðirnar innsiglaðar?

Er ekki kominn tími til að draga djúpt andann, Kári Stefánsson, og slaka á í æsingnum?

Jafnvel þótt þú berir kannski ábyrgðina á vitleysunni þarftu ekki endilega að verja hana fram í rauðan dauðann í stað þess að viðurkenna einfaldlega mistökin?


mbl.is Stórhættulegt að skipta í heimasmitgát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. september 2020

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband