27.9.2020 | 11:40
Hvernig standast fullyrðingar WHO?
Á vef WHO segir svo:
"Around 1 in every 5 people who are infected with COVID-19 develop difficulty in breathing and require hospital care."
Það er að segja, 20% þeirra sem smitast leggjast inn á spítala. Þetta eru hinar opinberu upplýsingar sem unnið er út frá.
Nú liggja fjórir á spítala hér. 450 eru greindir með virkt smit núna. Smitum hefur verið að fjölga línulega, svo ekki er raunhæft að bera saman núverandi fjölda smita og fjölda á sjúkrahúsi. Nær væri að bera fjölda á sjúkrahúsi nú saman við fjölda smitaðra fyrir viku til 10 dögum síðan. Gróflega áætlað voru kannski um 200 virk smit til staðar þá. Það merkir að hlutfallið er tvö prósent: Tvö prósent þeirra sem greindir eru með smit lenda á spítala. Ekki tuttugu prósent.
Við upplifum nú fordæmalaust, manngert samfélags- og efnahagshrun. Forsendur þeirra ákvarðana sem valda hruninu eru upplýsingar frá WHO. Eins og þetta dæmi sýnir eru þær "upplýsingar" einfaldlega fjarstæðukenndar staðhæfingar. Það er á þessum grunni sem stjórnvöld um allan heim eru að taka ákvarðanir sem eiga eftir að verða tugmilljónum manna að aldurtila. Og það er jafnvel gengið svo langt að skilgreina gagnrýni á fjarstæðukenndar staðhæfingar WHO sem "upplýsingaóreiðu". Hefur siðferði ráðamanna einhvern tíma náð dýpri lægðum? Það fer ekki hjá því að umfjöllun Arendt um "banality of evil" komi upp í hugann.
![]() |
Einn í öndunarvél og fjórir alls á spítala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 27. september 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 288220
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar