18.9.2020 | 20:18
Sjö þúsund nýir hluthafar
Samkvæmt fréttum komu sjö þúsund nýir hluthafar inn í félagið. Og einkafjárfestar fara nú með meirihluta hlutafjár í stað lífeyrissjóða áður.
Ég held að þessi árangur muni hleypa nýju lífi í hlutabréfamarkaðinn almennt. Allur sá fjöldi einstaklinga sem hér er að koma inn á markaðinn mun vafalaust ekki láta hér við sitja.
Nú væri lag fyrir stjórnvöld að taka að nýju upp skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa. Það er frábær leið til að efla íslenskt atvinnulíf og auka beina þátttöku almennings í því.
![]() |
Útboðið gengið ótrúlega vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2020 | 14:42
Verjið gamla fólkið - látið aðra í friði
Á Bretlandi hefur greindum tilfellum farið fjölgandi í júlí og ágúst, og kúrfan hefur skotist upp í september. Dauðsföllum fór hins vegar jafnt og þétt fækkandi í júlí og ágúst, og enn er ekki að sjá breytingu á því svo neinu nemi.
Tilviljanakennd sýnataka leiðir í ljós að aukningin er nánast öll að eiga sér stað hjá aldurshópum yngri en 70 ára. Þróunin sýnir þá glöggt hversu hættulítil veiran er þessu fólki.
Nú á að fara að loka hér börum og skemmtistöðum til að koma í veg fyrir að fólk sem er nánast í engri hættu smiti hvert annað. Hvers vegna dettur engum í hug að reyna að staldra aðeins við og hugsa um það, hvort einhver skynsemi sé í þessu yfirleitt? Hvort ekki sé eina vitið að verja gamla fólkið, en láta aðra í friði? Og velta því kannski fyrir sér að því hraðar sem veiran gengur yfir í þeim hópum sem þola hana, því fyrr hættir að vera þörf á að gamla fólkið haldi sig til hlés?
![]() |
Skemmtistaðir þungamiðja smitanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Bloggfærslur 18. september 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar