10.8.2020 | 14:52
Ákvarðanaóreiða
Síðastliðið vor setti ríkisstjórnin á fót nefnd til að vinna gegn svonefndri "upplýsingaóreiðu". En upplýsingaóreiða mun vera það þegar fram koma upplýsingar um kórónaveiruna sem eru ekki í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda. Gagnrýni á fljótfærnislegar ákvarðanir, byggðar á ófullnægjandi og oft röngum gögnum, fellur þannig undir upplýsingaóreiðu svo dæmi sé nefnt.
Mér finnst miklu nær að kalla nefndina Sannleiksráðuneyti, samanber samnefnt ráðuneyti í 1984 Orwells, sem hafði það hlutverk að fóðra almenning á lygum. Það væri meira að segja örugglega gaman fyrir forsætisráðherra VG að geta sagt frá því næst þegar bandarískur ráðamaður kemur í heimsókn, og hún skýst á kommónistafund í Svíþjóð á meðan, að Ísland sé komið svo langt í sósíalismanum að hér sé búið að koma upp "alvörunni Sannleiksráðuneyti krakkar!"
Eftir að fáein smit tóku að greinast að nýju í júlí hefur hins vegar annars konar óreiða látið á sér kræla, og það í sívaxandi mæli eftir því sem tíminn líður. Það er yfirlýsinga- og ákvarðanaóreiða. Veiruþrenningin, sem nú er dregin upp á dekk daglega að nýju, kemur fram með hverja misvísandi yfirlýsinguna á fætur annarri. Í gær er talað um að auka við skimun á landamærum. Í dag á að minnka hana. Í gær á að herða samkomutakmarkanir. Í dag á að draga úr þeim. Í gær var tveggja metra regla lífsnauðsyn. Í dag er hún þarflaus.
Það virðist augljóst að veiruþrenningin stjórnast nú af samblandi ofsahræðslu og óskhyggju og yfirlýsingar hennar og ákvarðanir draga í síauknum mæli dám af þessu. Ákvarðanaóreiðan hefur tekið völdin.
![]() |
Heimkomusmitgát til endurskoðunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 10. ágúst 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar