Ákvarðanaóreiða

Síðastliðið vor setti ríkisstjórnin á fót nefnd til að vinna gegn svonefndri "upplýsingaóreiðu". En upplýsingaóreiða mun vera það þegar fram koma upplýsingar um kórónaveiruna sem eru ekki í samræmi við yfirlýsingar stjórnvalda. Gagnrýni á fljótfærnislegar ákvarðanir, byggðar á ófullnægjandi og oft röngum gögnum, fellur þannig undir upplýsingaóreiðu svo dæmi sé nefnt.

Mér finnst miklu nær að kalla nefndina Sannleiksráðuneyti, samanber samnefnt ráðuneyti í 1984 Orwells, sem hafði það hlutverk að fóðra almenning á lygum. Það væri meira að segja örugglega gaman fyrir forsætisráðherra VG að geta sagt frá því næst þegar bandarískur ráðamaður kemur í heimsókn, og hún skýst á kommónistafund í Svíþjóð á meðan, að Ísland sé komið svo langt í sósíalismanum að hér sé búið að koma upp "alvörunni Sannleiksráðuneyti krakkar!"

Eftir að fáein smit tóku að greinast að nýju í júlí hefur hins vegar annars konar óreiða látið á sér kræla, og það í sívaxandi mæli eftir því sem tíminn líður. Það er yfirlýsinga- og ákvarðanaóreiða. Veiruþrenningin, sem nú er dregin upp á dekk daglega að nýju, kemur fram með hverja misvísandi yfirlýsinguna á fætur annarri. Í gær er talað um að auka við skimun á landamærum. Í dag á að minnka hana. Í gær á að herða samkomutakmarkanir. Í dag á að draga úr þeim. Í gær var tveggja metra regla lífsnauðsyn. Í dag er hún þarflaus.

Það virðist augljóst að veiruþrenningin stjórnast nú af samblandi ofsahræðslu og óskhyggju og yfirlýsingar hennar og ákvarðanir draga í síauknum mæli dám af þessu. Ákvarðanaóreiðan hefur tekið völdin.


mbl.is Heimkomusmitgát til endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. ágúst 2020

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband