Lækningin hættulegri en sjúkdómurinn segir Michael Levitt

Sama dag og New York Times leggur forsíðuna undir lista yfir þá sem hafa dáið úr flensunni, vitanlega í þeim eina tilgangi að ýta undir vantraust á Bandaríkjaforseta (meira og minna öll umræðan í BNA litast af væntanlegum forsetakosningum), berast af því fregnir að nóbelsverðlaunahafinn Michael Levitt, sem benti á það snemma að dánartölur sem útgöngubönnin byggðust á væru 10-12 sinnum of háar, hafi nú fært að því sterk rök að útgöngubönnin hafi valdið meira tjóni en veiran sjálf.

Um leið vex heimsendaspám ýmissa öfgamanna ásmegin. Það kemur ekki á óvart þegar tiltölulega vægur faraldur (miðað við alvöru drepóttir eins og spænsku veikina og svartadauða) hefur verið blásinn upp í eitthvað sem mörgum reynist auðvelt að tengja við plágur Egyptalands og annað af þeim toga úr trúarritunum.

Uppátæki NYT ýtir svo sannarlega undir slíkar heimsendaspár og þar með óstöðugleika í heimi sem þegar er á barmi alvarlegra uppþota og átaka. Hvar er samfélagsleg ábyrgð fjölmiðla? Er allt leyfilegt til að selja fleiri blöð eða vinna sínum frambjóðanda fylgi?


mbl.is Listi yfir látna á forsíðu: „Ólýsanlegur missir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. maí 2020

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband