29.4.2020 | 16:31
Falsfréttir og þannig lagað
Ég sá á vef Viljans áðan myndband frá tveimur bandarískum læknum sem hafa reiknað út að Kórónaveiran sé alls ekki hættuleg. Þeir taka hlutfall smitaðra af þeim sem hafa verið skimaðir, framreikna það svo á alla íbúa, taka síðan dauðsföllin og fá út að dánarhlutfallið sé langtum lægra en af flensu.
Gallinn við þessa aðferð er auðvitað sá að ef aðeins þeir sem hafa einkenni, eða eru hreinlega orðnir veikir, eru skimaðir, er úrtakið að sjálfsögðu svo bjagað að á því er ekkert að byggja.
Innihald myndbsndsins er með öðrum orðum bara hreint og klárt bull.
Það áhugaverða við þetta er hins vegar það, að Youtube hefur trekk í trekk fjarlægt myndbandið. Það eru mjög skiptar skoðanir um hvort það sé rétt af þeim að gera það.
Það væri áhugavert að vita hvað bloggurum finnst um það.
Fréttina og myndbandið má sjá hér. Endilega skoða, en í guðanna bænum ekki taka mark á þessu, því eins og ég hef útskýrt er þetta hrein og klár steypa!
(Þetta breytir hins vegar engu um það að það bendir allt til að dánarhlutfall vegna veirunnar sé umtalsvert minna en upphaflega var talið, en það er önnur saga, og byggir á allt öðrum forsendum.)
Bloggfærslur 29. apríl 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar