17.12.2020 | 22:14
Það geta ekki allir hugsað
Ríkið á ekki að selja Íslandsbanka núna segir Logi. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að það þarf á peningunum að halda!
Selji ríkið hins vegar ekki bankann, hvað þá? Jú, þá tekur ríkið lán í stað þess að selja verðmæta eign sem það þarf ekki að eiga.
Hvers vegna heldur Logi að það sé betra? Ímyndar hann sér að verði bankinn boðinn til sölu muni hugsanlegir kaupendur hafa eitthvert hreðjatak á ríkinu og pína niður verðið? Jafnvel þótt aðeins væri um einn mögulegan kaupanda að ræða er fjarstæða að slíkt gerist. Hvers vegna? Jú, vegna þess að ríkið á einfaldlega þann valkost að láta eiga sig að selja bankann.
Nú geri ég mér ekki þær grillur að allir stjórnmálamenn séu einhverjir sérstakir snillingar í að hugsa. En ég reikna með að þeir hljóti nú flestir að vera aðeins flinkari við það en þetta!
![]() |
Salan ekki gáfuleg ef ríkissjóður er upp við vegg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
17.12.2020 | 11:37
Varúð!
Það sem skiptir öllu máli núna er að fólk geri sér fulla grein fyrir að hér er um nýtt og mjög lítið prófað bóluefni að ræða. Ekkert er enn vitað um aukaverkanir sem gætu komið fram á lengri tíma.
Hugmyndir um að bólusetja ungt fólk í stórum stíl með slíkum efnum eru ákaflega varhugaverðar. Fólk undir þrítugu, jafnvel undir fertugu, tekur í raun meiri áhættu með heilsu sína láti það bólusetja sig en ef það tekur áhættuna af að smitast af veirunni. Líkurnar á andláti eða alvarlegum veikindum eru einfaldlega svo sáralitlar.
Allt annað gildir um fólk á efri árum, þar er áhættan af veirunni umtalsvert meiri.
Áróðurinn fyrir bólusetningu er kominn á fullt og bersýnilegt miðað við þessa frétt að fólk verður að forðast að kokgleypa hann. Þeir sem áróðurinn flytja sýna fullkomið ábyrgðarleysi, eins og orð þessa manns um bólusetningar ungs fólks bera vott um.
Varúð!
![]() |
Þrjár sviðsmyndir vegna bólusetningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 17. desember 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar