9.10.2020 | 23:36
Hversu lengi ...
... ætlar þetta fólk að halda áfram að reyna að telja þjóðinni trú um að leiðin til að sigrast á sjúkdómi sé að halda einkennunum niðri með verkjalyfjum?
Nú eru allir sótraftar á sjó dregnir.
Forsætisráðherra fenginn til ræðuhalda í Gísla Marteins þættinum, þar sem enginn hefur rætt alvarleg mál síðan Birgitta Jónsdóttir reyndi fyrir mörgum árum og var fyrir vikið aldrei boðið í þáttinn aftur. Forseti látinn halda sjónvarpsávarp og líkja veirufaraldri við íþróttaleik.
Vissulega hefur stór hluti þjóðarinnar fram til þessa trúað því að hægt væri að losna við smitsjúkdóm sem breitt hefur úr sér um allan heim með því að stinga höfðinu í sandinn og bíða og vona, og ímynda sér að það sem virkaði ekki síðast virki núna, fyrir einhverja heppni. En fólk er loks byrjað að átta sig á hversu fáránleg sú trú er.
Nú er væntanlega verið að efna í útgöngubann, um það eru ýmsar vísbendingar. Og auðvitað fer það eins og allt hitt. Smitum fækkar á meðan. Svo blossa þau auðvitað upp aftur.
"Insanity is doing the same thing over and over and expecting different results" sagði Einstein (eða ekki, amk. eignað honum)
![]() |
Slítum ekki í sundur varnarkeðjuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.10.2020 | 20:00
Hversu mörg verða dauðsföllin vegna hinna ómarkvissu aðgerða
Ég renndi áðan að gamni yfir listann yfir þær takmarkanir sem nú eru í gildi. Allt eru þetta almennar takmarkanir, þær taka í engu tillit til þeirrar staðreyndar að einungis lítill hluti landsmanna, fyrst og fremst þeir sem komnir eru yfir sjötugt, eru í raunverulegri, og umtalsverðri hættu vegna kórónaveirunnar. Dánarlíkur annarra eru litlar sem engar.
Ef við höfum tvo hópa, hóp A sem er í hættu, og hóp B sem er ekki í hættu, hver er þá hin rökrétta niðurstaða? Jú, þú verndar hóp A, en ekki hóp B. Og þegar hættan er jafn mikil og virðist vera fyrir gamla fólkið, þá verndar þú það einfaldlega með því að einangra það eins og nokkur kostur er og gæta ítrustu sóttvarna. Á meðan lætur þú pestina ganga í gegnum hópinn sem hvort eð er verður ekki meint af henni.
En hvað er gert? Ómarkvissar almennar aðgerðir, sem taka ekkert mið af þessari staðreynd, sem hringlað er með fram og til baka þar til enginn veit almennilega hvað er í gildi á hverjum tíma, og sem standa svo lengi að fólk hættir að fara eftir þeim.
Sóttvarnayfirvöld virðast ekki setja neinar reglur gagnvart hjúkrunarheimilum til dæmis. Heimilin setja að vísu einhverjar takmarkanir, en svo lengi sem utanaðkomandi geta valsað inn og út er hópurinn ekki varinn. Annars værum við ekki að fá fréttir af smitum á þessum stofnunum á hverjum degi.
Nái veiran að breiðast verulega út, eins og talsverðar líkur eru á, munu hinar ómarkvissu aðgerðir leiða til hundruða, jafnvel þúsunda dauðsfalla, sem með markvissum aðgerðum hefði mátt afstýra.
Í ljósi forsögunnar óttast ég að þetta verði niðurstaðan: Hundruð, jafnvel þúsundir munu deyja úr pestinni. Fólk sem með markvissri, hnitmiðaðri stefnumörkun, hefði verið hægt að vernda.
Og enginn mun taka ábyrgð.
![]() |
Reiknar með álíka háum tölum næstu daga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 9. október 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar