4.10.2020 | 18:19
Hræðslufaraldur og fréttir sem hverfa
Nú síðdegis birtist á vef Morgunblaðsins frétt af Vilhjálmi Egilssyni fyrrum þingmanni og rektor, sem staddur er í Tyrklandi, og var meðal annars haft eftir honum að hann teldi þá stefnu Tyrkja að halda landinu opnu fyrir ferðamönnum skynsamlegri en lokunarstefnu íslenskra stjórnvalda. Fréttin var þá fjórða mest lesna frétt dagsins. Nú er hún horfin af forsíðunni þótt hægt sé að finna hana með því að leita að nafni Vilhjálms á vef blaðsins.
Tvö blogg birtust um þessa frétt. Í öðru var reynt að gera lítið úr stefnu Tyrkja vegna þess að heilbrigðiskerfi Albana væri ekki gott. (Höfundi hefur líklega yfirsést að Tyrkland og Albanía eru sitthvort landið, eða kannski er honum alveg sama um það.) Hitt bloggið var frá einstaklingi sem virðist hafa tapað ráði og rænu af ofsahræðslu við flensuna og snerist málflutningurinn um að ráðast á einhverja ónafngreinda aðila á ritstjórn blaðsins fyrir að vega að sóttvörnum. Þessi aðili hefur birt mörg slík blogg undanfarið og virðist einfaldlega vilja banna alla umræðu um þessi mál nema hún ýti undir sömu ofsahræðslu og hann sjálfur er greinilega haldinn.
Ég skrifaði í gær örstutta færslu í tilefni af orðum sóttvarnalæknis um að fjöldi smita hérlendis væri nú í veldisvexti. Spurði ég hvar veldisvöxturinn væri, og birti með færslunni graf af vef covid.is sem sýndi fjölda smita eftir dögum undanfarna daga. Myndin gaf enga vísbendingu um veldisvöxt.
Hrina athugasemda barst við þessa færslu. Fyrst og fremst frá tveimur einstaklingum. Í fyrstu hélt ég að þau væru að reyna að koma á framfæri einhverri gagnrýni á efasemdir mínar um að staðhæfing sóttvarnalæknis stæðist. En ég hef nú áttað mig á að það var rangt mat. Athugasemdirnar lýsa greinilega fyrst og fremst mikilli reiði yfir því að ég skuli voga mér að draga í efa staðhæfingar læknisins. Mér finnst líklegt að rótin að þessari reiði sé af sömu rót runninn og ótti ofsatrúaðs fólks við allt sem grefur undan þeim kenningum eða einstaklingum sem það hefur gert að leiðtoga lífs síns.
Ég hef af því áhyggjur þegar við erum komin á þann stað að sjálfsögð og rökstudd gagnrýni á yfirvöld vekur jafn mikla reiði og ofsa og athugasemd mín um ósamkvæmni í máli sóttvarnalæknis, eða athugasemd Vilhjálms um að íslensk stjórnvöld hafi kannski farið offari.
Veirufaraldur er vissulega slæmur. En óttafaraldur getur auðveldlega orðið verri. Um það eru fjölmörg dæmi í mannkynssögunni.
![]() |
Neyðarstigi almannavarna lýst yfir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.10.2020 kl. 00:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 4. október 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar