17.10.2020 | 11:49
Veiruþrenningin og Barrington leiðin
Ég las grein veiruþrenningarinnar í Fréttablaðinu í vikunni þar sem reynt er að réttlæta þær aðgerðir sem hér hafa verið viðhafðar og gera lítið úr markvissum og hnitmiðuðum vinnubrögðum líkt og lögð eru til í Barrington-yfirlýsingunni.
Í greininni er ruglað saman Barrington leiðinni, sem snýst um að vernda þá hópa sem eru viðkvæmastir, og almennri og takmarkalausri dreifingu veirunnar. Það sem verra er er það að veiruþrenningin útlistar fyrst hvað gæti gerst ef dreifingin væri takmarkalaus, og heimfærir svo þær niðurstöður upp á Barrington leiðina.
Er þetta óheiðarlegur málflutningur? Eða hafa höfundarnir enga þekkingu á málinu?
Ég læt lesandanum eftir að dæma um það.
Barrington leiðin snýst nefnilega einmitt um að vernda sérstaklega elsta og viðkvæmasta hópinn, fólkið sem eru talsverðar líkur á að þurfi spítalavist og deyji úr sjúkdómnum. Þegar þú hefur tekið þann hóp út fyrir sviga er algerlega fráleitt að nota sömu forsendur um innlagnir og dauðsföll eins og ef sá hópur er inni í myndinni. Því munurinn á innlögnum og dauðsföllum eftir aldurshópum er gríðarlegur og elsti hópurinn kemur langsamlega verst út. Þetta sýna öll gögn.
Spurningin varðandi Barrington leiðina er ekki sú hvort hún grundvallist á gögnum og traustum rökum, því það gerir hún svo sannarlega. Hún snýst um að leysa vandann með hnitmiðuðum aðgerðum sem byggjast á þekktum staðreyndum um sjúkdóminn. Setja fókusinn á þá sem eru í hættu og láta hjarðónæmi annarra tryggja að þeir geti í framhaldinu átt eðlilegt líf. Spurningarnar sem skipta máli eru hins vegar þrjár:
Í fyrsta lagi má spyrja hvort hjarðónæmið endist. Rannsóknir virðast benda til að það geri það, en það er auðvitað mögulegt að eitthvað komi fram síðar sem bendir í aðra átt. Veiran er kvefveira, við fáum kvef aftur og aftur, og ónæmi gagnvart því virðist ekki myndast. Og það hefur heldur aldrei tekist að búa til bóluefni við kvefi. Ef þetta er staðan er enginn kostur góður, þá gætum við jafnvel þurft að búast við að tíu milljón manns deyi úr þessari pest árlega í heiminum, án þess að við getum gert mikið við því. Sé það staðan er kannski það skásta sem við getum gert að stórauka afkastagetu heilbrigðiskerfa heimsins og sleppa svo veirunni lausri. Við myndum þá að minnsta kosti ekki drepa aðrar tíu milljónir líka með afleiðingum samskiptahindrana og atvinnuleysis.
Í öðru lagi má spyrja hvort frekar borgi sig að halda áfram að bíða eftir bóluefni. Samkvæmt WHO er þess ekki að vænta fyrr en eftir tvö ár og alls óvíst raunar hvort bóluefni sem virkar kemur einhvern tíma. En setjum sem svo að það komi. Hversu mörgum dauðsföllum gætum við forðað á þeim tíma með hörðum aðgerðum? Hversu mörg verða dauðsföllin vegna aðgerðanna? Ef við tökum þessu veðmáli þurfum við að meta þetta og bíða svo. Sé matið að við björgum fleirum með því en með því að fara Barrington leiðina er skynsamlegt að bíða og sjá. En þá er lykilatriði að taka öll áhrifin með í reikninginn. Líka milljónirnar sem munu deyja úr hungri árlega beinlínis vegna sóttvarnaraðgerða.
Í þriðja lagi má spyrja hversu auðveld þessi leið er í framkvæmd. Hvernig á að fara að því að tryggja elsta og viðkvæmasta hópinn? Hvernig á að fara að því að vernda aðra sem eru viðkvæmir og í mikilli hættu? Í yfirlýsingunni er drepið lauslega á með hvaða hætti mætti gera þetta, en ef fara ætti þessa leið yrði vitanlega að kafa ofan í það nákvæmlega og leggja mat á hvernig ætti að útfæra aðferðina og hversu raunhæft það er. Þetta er það sem sóttvarnasérfræðingar og yfirvöld ættu að vera að velta fyrir sér. Tillagan er komin fram. Hún kemur frá nokkrum af helstu sérfræðingum heims í sóttvörnum. Þau eru eflaust tilbúin að svara spurningum og bregðast við efasemdum ef eftir því er leitað.
![]() |
69 smit innanlands og 78% í sóttkví |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Bloggfærslur 17. október 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.9.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 288220
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar