12.10.2020 | 23:31
Forsætisráðherra fórnar lífi og heilsu almennings með aðgerðum sínum.
Aðgerðirnar sem forsætisráðherra ber ábyrgð á valda tugum, jafnvel hundruðum dauðsfalla. Ástæðan er sú að með því að leggja helstu útflutningsgrein landsins í rúst dæmir Katrín Jakobsdóttir þúsundir til atvinnuleysis. Það hefur löngu verið vísindalega sannað að atvinnuleysi veldur fjölda ótímabærra dauðsfalla. Forsætisráðherra veit þetta. Því er það ótrúleg hræsni að hún skuli reyna að halda því fram að hún setji líf og heilsu almennings í forgang, þegar raunin er sú að hún fórnar lífi og heilsu almennings.
![]() |
Réttur til lífs og heilsu trompi önnur réttindi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.10.2020 | 11:54
Rétt, svo fremi sem markvissri vernd er ekki beitt
Það má reikna með að þúsundir gætu lent á spítala og hundruð dáið af þessari veiru. Það fer eftir því hvort haldið verður sama kúrs, eða hvort teknar verða upp markvissar aðgerðir.
Með almennum, ómarkvissum og flausturslegum aðgerðum Þórólfs og félaga mun þetta taka talsverðan tíma.
Með því að sleppa veirunni lausri mun það taka skamman tíma og yfirkeyra heilbrigðiskerfið.
Með því að vernda hina viðkvæmu, sem vel er hægt, en láta faraldurinn að öðru leyti ganga yfir, mun þetta taka skamman tíma, miklu færri munu deyja, og heilbrigðiskerfið verður ekki yfirkeyrt.
Það er kominn tími til að vinna markvisst Þórólfur, ekki ómarkvisst. Og það er kominn tími til að horfa til lengri tíma og finna lausnir. Ekki setja sig bara sífellt upp á móti mögulegum lausnum.
![]() |
Alvarlegar afleiðingar ef veiran væri laus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.10.2020 | 10:47
Er skynsemin að ná yfirhöndinni?
Í gær birti ég hér þýðingu á hinni svokölluðu "Great Barrington" yfirlýsingu þar sem hvatt er til þess að beita markvissum aðgerðum gegn veirunni í stað ómarkvissra aðgerða.
Markvissar aðgerðir snúast um að beita þeirri miklu þekkingu sem til er í lýðheilsumálum til að vernda þá sem viðkvæmir eru, en forðast um leið að eyðileggja samfélagið, drepa milljónir úr fátækt og hungri og stórskaða framtíð ungu kynslóðarinnar.
Nú hefur einn úr þeim sex manna hópi sem stýrir aðgerðum gegn veirunni á vettvangi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, Dr. David Nabarro, bæst í hóp þeirra sem mæla með slíkri nálgun. Hann tekur undir þá stefnu sem yfirlýsingin grundvallast á.
Kannski er skynsemin að ná yfirhöndinni, hver veit? Kannski sjáum við skynsamleg skilaboð frá veiruþrenningunni eftir mánuð eða svo, sem ekki snúast um að millivegurinn, sem svo mikil nauðsyn er á, sé ekki til? Hver veit?
Hér má sjá umfjöllun Dr. Nabarro: Vangaveltur um milliveginn
![]() |
Þríeykið á fundi dagsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 12. október 2020
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar