Hvað með að afglæpavæða bara alla glæpi?

Oft er talað um að fólk, aðallega kvenfólk, "lendi í" vændi, en án þess að ætla í raun og veru að starfa við það. Og það er búið að afglæpavæða það (nema gagnvart þeim sem "lenda í" að kaupa vændi reyndar).

Það er líka gjarna talað um að fólk "lendi í" fíkniefnaneyslu án þess að ætla það sjálft. Svo "lendir" það gjarna í fíkniefnasölu í kjölfarið. Þaðan er reyndar leiðin ekki löng yfir í að "lenda í" þjófnaði, þaðan í ránum, líkamsárásum og jafnvel einhverju verra. En allt leiðir þetta auðvitað af því að viðkomandi "lenti í" fíkniefnum í upphafi.

Og þá er nú varla sanngjarnt annað en að afglæpavæða líka glæpina sem eru svo augljóslega afleiðing af fíkniefnaneyslunni, eða hvað?

Sumir "lenda" svo auðvitað í glæpum án þess að hafa fyrst lent í fíkniefnum, en þá er átt við að þeir hefji störf við glæpastarfsemi án þess að ætla að sjálfir. Stundum vegna heimsku, stundum vegna þess að þeir eru bara glæpahneigðir, og hver getur í sjálfu sér gert við því?

Já, það er margt í mörgu og á ýmsum stöðum liggur hundurinn grafinn.


mbl.is Fangelsi eins og glæpamannaskóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 287315

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband