Ríkharður þriðji

Ég hafði nú einmitt ætlað mér að skrifa hér um frábæra uppsetningu Borgarleikhússins á Ríkharði þriðja sem ég sá á generalprufu í lok desember.

Nú hefur Björn Bjarnason skrifað um sýninguna á bloggi sínu og segir meðal annars:

"Í verkum sínum fjallar Shakespeare (1564 -1616) um efni sinnar tíðar á þann hátt að það textinn er hafinn yfir stað og tíma. Oft er uppsetning og texti verkanna á þann veg að þau verða þung og fjarlæg. Ekkert slíkt háir þessari sýningu. Leikin er ný þýðing. Kristjáns Þórðar Hrafnssonar. Hún á ríkan þátt í tengslunum sem skapast milli áhorfanda og grimma höfuðpaursins. Með fagurgala tekst honum að fá áhorfendur á sitt band eins og fórnarlömb sín á sviðinu."

Hér hittir Björn naglann á höfuðið. Fyrir utan frábæran leik, sérstaklega stórkostlega frammistöðu Hjartar Jóhanns Jónssonar í aðalhlutverkinu, vakti sérstaka athygli mína hve snilldarleg þýðing Kristjáns Hrafnssonar var. Það er ekki auðvelt að þýða Shakespeare, en hér tókst Kristjáni að koma frumtextanum frábærlega til skila á einstaklega áreynslulausu og eðlilegu máli, þótt bundið sé. Það er meira en að segja það.


Fjármálaeftirlit verður að rannsaka

Það að viðskiptasaga skuli glatast þegar reikningi er lokað er verulegt áhyggjuefni. Ef þannig er merkir það að ekki er hægt að treysta þeim kerfum sem bankinn notar til að halda utan um upplýsingar um inneignir og skuldir viðskiptavina sinna. Fjármálaeftirlitið hlýtur að grípa inn í og rannsaka þetta mál tafarlaust, sé það starfi sínu vaxið.


mbl.is Reikningur barns tæmdur vegna mistaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2019

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 287301

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband