Athygilverð hverfaskipting

Það er athyglivert að sjá ólíka fylgisdreifingu milli hverfa. Meirihluti þeirra sem búa miðsvæðis styður núverandi stjórnendur en í úthverfunum er þessu öfugt farið.

Versta afleiðingin af lélegri stjórn borgarinnar undanfarin ár eru umferðarteppurnar. Þær sóa tíma fólks, auka mengun og skaða hagkerfið. Sumar þessar teppur eru afleiðing aukinnar umferðar. Aðrar eru manngerðar. Dæmi um slíkt eru járnstikurnar sem komið hefur verið fyrir við gatnamót Hringbrautar og Hofsvallagötu sunnanverð svo að í stað þess að umferðin greinist í tvær akreinar þegar að gatnamótunum er komið, og flæði þá hindranalítið ýmist til hægri eða áfram, er þrengt að svo röðin nær oft að Melabúðinni. Lítið dæmi um hindranir sem eru óþarfar (afsökunin er hjólaakrein sem enginn notar enda hættir hún við gatnamótin) og virðast hafa það eina hlutverk að gera fólki erfiðara að komast um bæinn.

Þetta litla dæmi er úr Vesturbænum, en þó er flæði umferðar þar með skásta móti yfirleitt. Þegar komið er út í úthverfin versnar staðan hins vegar til muna. Það brennur á fólki sem þar býr að þurfa að eyða margfalt meiri tíma en vera ætti í að komast til og frá vinnu eða sækja og keyra börn í skóla. Tal um borgarlínu og hjólastíga virkar ekki á þessa kjósendur enda vita þeir að slíkt mun engu breyta. Eða hvernig ætti eitthvað að breytast varðandi umferðarþunga þótt notkun strætisvagna færi úr 4% í 8%? Auðvitað ekki neitt.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú mest fylgi allra í fimm úthverfum. Og það, þrátt fyrir að enn hafi ekki komið fram nein skýr framtíðarstefna frá flokknum, aðeins ný andlit og tal um aðrar áherslur. Takist flokknum hins vegar að spila út trúverðugri og skýrri stefnu og verja hana gagnrýni meirihlutans verða honum flestir vegir færir. En mun það gerast?


mbl.is Meirihlutinn heldur velli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. mars 2018

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 287362

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband