Undarlegar vendingar

Þær vendingar sem hafa orðið hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík verða nú að teljast heldur undarlegar og lítt í takt við þá lýðræðishefð sem hefur til þessa verið höfð í hávegum hjá flokknum við val á framboðslissta.

Það er hættuspil að bjóða fram lista sem nær eingöngu er skipaður fólki sem litla sem enga reynslu hefur af borgarmálum gegn sitjandi meirihluta sem þrátt fyrir allt nýtur verulegs fylgis, fólki sem þekkir málefni borgarinnar út og inn. Sérstaklega kemur undarlega fyrir sjónir að Kjartani Magnússyni skuli skákað út en hann er nánast eini borgarfulltrúinn sem eitthvað hefur heyrst í á kjörtímabilinu og hefur auk þess víðtækari þekkingu á málum borgarinnar en flestir aðrir.

Með vali Eyþórs Arnalds í leiðtogasætið með öfluga og reynda borgarfulltrúa sér við hlið hefði mátt búast við góðum árangri flokksins í komandi kosningum. En eftir þessi hjaðningavíg er ég hræddur um að þær væntingar hljóti að daprast.

Maður hlýtur jafnframt að velta framhaldinu fyrir sér. Má nú eiga von á því að stjórnum hverfafélaganna verði framvegis falið í hendur valdið til að raða á framboðslista? Er það ný stefna Sjálfstæðisflokksins að hverfa frá því fyrirkomulagi að almennir flokksmenn hafi þetta vald og færa það til þeirra fáu einstaklinga sem ráða hverfafélögunum?


mbl.is Átti ekki von á þessari niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2018

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband