Rökleysa?

Það væri áhugavert að sjá rök Bryndísar þessarar gegn málflutningi Frosta. En þau setur hún vitanlega ekki fram, einfaldlega vegna þess að þau halda ekki vatni.

Samkvæmt mati þeirra sem standa að þessu verkefni mun það leiða til smávægilegrar aukningar á notkun almenningssamgangna, en því fer fjarri að það leiði af sér að hlutur almenningssamgangna verði neitt í líkingu við það sem sjá má í borgum erlendis þar sem þær eru marktækur þáttur í samgöngum. Kostnaðurinn er gríðarhár og tölur Frosta um hann eru ósköp einfaldlega réttar. Verkefnið mun að lokum krefjast fækkunar almennra akreina á helstu umferðargötum. Þar sem einkabíllinn verður, samkvæmt staðhæfingum aðstandendanna sjálfra, áfram meginsamgöngukosturinn merkir þetta að almenn umferð gengur hægar. Það leiðir af fækkun akreina.

Hugmyndir þessar eru því miður á sandi byggðar, grundvallast á yfirborðslegri greiningu á aðstæðum og samanburði við borgir erlendis þar sem aðstæður, þéttleiki byggðar og skipulag er með allt öðrum hætti en hér. Þegar vönduð gagnrýni er síðan sett fram eru svörin út í hött. Það kemur ekki á óvart enda virðist almennri ályktunarhæfni forvígismannanna því miður verulegar skorður settar.


mbl.is Segir grein Frosta rökleysu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. janúar 2018

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 60
  • Frá upphafi: 287328

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband