Sporvagnar eru flottir, en gamaldags

Það er auðvitað gaman og spennandi að hafa lestir og sporvagna eins og í útlöndum. En er raunhæft að fara að byggja upp slík kerfi núna, í landi þar sem tekst ekki einu sinni að láta strætó stoppa við Kringluna og Umferðarmiðstöðina?

Deilihagkerfið er í örum vexti. Það er mikil hagkvæmni fólgin í að samnýta bíla og tæknin gerir slíkt sífellt auðveldara. Sjálfkeyrandi bílar eru þegar komnir á göturnar og stefnir í að brátt verði þeir alvöru kostur. Þegar hægt verður að smella á hnapp á farsímanum og fimm mínútum síðar er kominn sjálfkeyrandi bíll sem ekur manni þangað sem maður þarf að fara á tíu mínútum, hver mun þá í alvöru hafa áhuga á að ganga í tíu mínútur á næstu stoppistöð, bíða þar í korter, sitja í strætó eða sporvagni í tuttugu mínútur, bíða svo í korter eftir næsta farartæki og hírast í því í hálftíma í viðbót? Og eiga þá eftir að ganga í aðrar tíu mínútur til að komast á áfangastað?


mbl.is Er raunhæft að leggja léttlestir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. júlí 2015

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband