Ekki er þetta nú traustvekjandi

Lóðin er ekki dýr (núna) því hún kostaði (á sínum tíma) 58.000 á fermeter!

Þegar bent er á að bankinn geti selt lóðina á mun hærra verði er það bara staðfesting á að ákvörðun um að gera það ekki sé rétt!

Þessar furðulegu staðhæfingar eru kjarninn í málflutningi bankaráðsformannsins. Ekki er það nú traustvekjandi því þær benda til þess að hann viti ekki hvað fórnarkostnaður er.

Staðreyndin er auðvitað sú að til kostnaðar verður að telja bæði það sem útlagt er og einnig tækifæriskostnað/fórnarkostnað vegna þess sem tapast við ákvörðunina. Í þessu tilfelli verður bankinn af möguleikanum til að selja lóðina á, væntanlega, tvöföldu því verði sem hún var keypt á. Áætlað er að byggingin kosti 8 milljarða (vonandi með lóðinni á upphaflegu kaupverði). Ljóst er að fá mætti aðra lóð fyrir um milljarði minna. Heildarkostnaður, með fórnarkostnaði vegna núverandi lóðar yrði þá 9 milljarðar.

Bæjarstjórinn í Kópavogi hefur bent á að til boða standi hús þar, sem henta myndi bankanum, sem aðeins kosti tæpar 800 milljónir. Frosti Sigurjónsson telur að með kostnaði við breytingar myndi það leggja sig á 3 milljarða. Sé þessi möguleiki raunhæfur myndi bankinn spara 6 milljarða (9-3). Það er kostnaðurinn við að halda sig við núverandi áform í stað þess að taka boði Kópavogsbúa.

Einn milljarður er talsvert fé. Sex milljarðar eru veruleg upphæð. Það má vel gera ráð fyrir að eigandi bankans, ríkið, gæti notað þessa peninga til góðra verka rynnu þeir til þess sem arður í stað þess að fara í vasa verktaka.

 


mbl.is Mun borga sig upp á um tíu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. júlí 2015

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband