Villa Hannesar

Hannes H. Gissurarson á þakkir skildar fyrir góða grein um kvótakerfið í Morgunblaðinu um daginn þar sem hann rökstyður að kerfið sé hagkvæmt og réttlátt.

Ég deili ekki við Hannes um hagkvæmni kvótakerfis í sjávarútvegi. Hún er held ég hafin yfir vafa.

En hvað réttlætið varðar hefur Hannes einfaldlega rangt fyrir sér. Rök Hannesar fyrir réttlæti kvótaúthlutunarinnar eru þau, að vegna þess að áður en kvótakerfi var sett á hafi arður af sjávarútvegi enginn verið, geti enginn hafa tapað á að sumum en öðrum ekki hafi verið úthlutað kvótunum. Hér liggur villan. Um leið og veiðirétturinn var takmarkaður með kvótasetningu hafði ríkisvaldið búið til verðmæti sem ekki voru til áður. Veiðirétturinn var orðinn verðmætur. Með því að úthluta þessum verðmætum til sumra en ekki annarra báru þeir sem ekki fengu þau að sjálfsögðu skarðan hlut frá borði.

Hugsunarvilla Hannesar liggur í því að hann áttar sig ekki á muninum á kerfisbreytingunni sjálfri annars vegar og úthlutuninni hins vegar. Kvótaúthlutunin var alls ekki bein eða nauðsynleg afleiðing kerfisbreytingarinnar. Auðvelt hefði verið að breyta kerfinu og búa þannig til verðmæti úr veiðiheimildunum en selja þessi verðmæti síðan á frjálsum markaði. Ef frjálshyggjumenn hefðu verið við völd þegar kvótakerfið var sett á hefði þetta auðvitað verið gert. Þá hefði mátt fullyrða að kvótaúthlutunin væri réttlát.

En þegar ríkisvaldið býr til verðmæti með því að skerða réttindi sumra og afhendir þau svo öðrum er ekki um neitt réttlæti að ræða. Slíkt er sambærilegt við það þegar flokksbroddar kommúnista hirtu eignir fólks í austantjaldslöndunum forðum til eigin afnota.

Það fyrsta sem borgaralega þenkjandi stjórnvöld í austantjaldsríkjunum gerðu eftir hrun kommúnismans var að afhenda réttum eigendum eignirnar að nýju. Komist frjálshyggjumenn einhvern tíma til valda á Íslandi munu þeir með sama hætti byrja á að afhenda almenningi að nýju réttinn sem af honum var tekinn með úthlutun veiðheimildanna til sumra en ekki annarra.

 


Bloggfærslur 31. maí 2015

Um bloggið

Hitt og þetta

Höfundur

Þorsteinn Siglaugsson
Þorsteinn Siglaugsson

Heimspekingur, hagfræðingur og rekstrarráðgjafi og vonsvikinn frjálshyggjumaður.

Athugasemdir eru birtar, en aðeins ef þær eru kurteislegar að mati síðuhaldara. Dónalegum athugasemdum verður hafnað.

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Screenshot 2023-03-02 at 21.37.26
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.11
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.23
  • Screenshot 2023-03-02 at 21.41.44

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband