30.5.2015 | 15:12
Verður að stöðva niðurrifsstarfsemina
Enginn vafi er á því að vel mætti stytta heildarnámstíma fram að stúdentsprófi. En ef styttingin á ekki að koma niður á menntun verður hún að eiga sér stað á grunnskólastiginu. Þar er nægt svigrúm til að stytta námið.
En aðför menntamálaráðherra að menntaskólum landsins verður að stöðva áður en skaðinn er skeður. Þessar breytingar eru vanhugsaðar og snúast um það eitt að spara fé á sem fljótlegastan hátt. Menntastefna á að snúast um annað en slíka lágkúru.
![]() |
Söfnuðu 3,5 milljónum fyrir MR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.5.2015 | 13:51
Aðför að stöðugleika kannski, en ekki að menntun
Eins og seðlabankastjóri hefur bent á eru líkur á að verðbólga fari á skrið í kjölfar kjarasamninganna. En samningarnir eru ekki aðför að menntun. Hvernig ætti það að geta verið? Lægstu laun eru hækkuð umtalsvert. Það leiðir auðvitað til þess að launabilið minnkar. En hvers vegna ætti það að vera "aðför" að þeim sem hafa hærri laun? Ef nágranni minn vinnur í lottó, er það þá aðför að mér?
Hitt er svo annað mál að menntun er ekki og getur aldrei orðið réttlæting fyrir hærri launum. Eina réttlæting launamunar er að starfsmenn í ólíkum störfum skili vinnuveitendum sínum mismiklum verðmætum. Enginn fiskverkandi með viti myndi borga flakara með doktorspróf í kynjafræði hærri laun en jafngóðum flakara með grunnskólapróf. Og flakarinn með doktorsprófið ætti enga heimtingu á slíku.
![]() |
Vigdís: Ekki aðför að menntun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.5.2015 | 00:14
Sýnir fáránleika baráttunnar gegn fíkniefnum
Það er einfaldlega fjarstæðukennt að maður skuli dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi fyrir að halda úti vef fyrir fíkniefnaviðskipti. Á sama tíma leyfir ríkisvaldið viðskipti með áfengi og tóbak, og selur þessi efni í sumum löndum, þar á meðal hérlendis.
![]() |
Fékk tvöfaldan lífstíðardóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggfærslur 30. maí 2015
Um bloggið
Hitt og þetta
Bloggvinir
-
agny
-
graenar-lausnir
-
bjarnijonsson
-
bjornalexandermikli
-
gattin
-
dofri
-
contact
-
fhg
-
gretaulfs
-
gudni-is
-
mosi
-
bofs
-
muggi69
-
gudrunmagnea
-
zeriaph
-
holi
-
haukurn
-
diva73
-
hlynurh
-
ingibs
-
ingolfursigurdsson
-
fun
-
jennystefania
-
johnnybravo
-
eyfeld
-
jonbergsteinsson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
krist
-
kristjan9
-
loncexter
-
ludvikjuliusson
-
sleggjudomarinn
-
magnuss
-
svarthamar
-
vestskafttenor
-
otti
-
runaro
-
joklamus
-
sigurjons
-
stefanjul
-
summi
-
saemi7
-
samy
-
torfusamtokin
-
vestfirdir
-
thorsteinn
-
valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar